Hlaðvarp um ekkert.
Hismið þakkar fyrir sig og kveður eftir níu góð ár í loftinu. Í lokaþættinum, sem tekinn var upp í beinni í brugghúsinu Ægisgarði að viðstöddum 160 manns, förum við yfir upphafið, söguna, helstu rekstrartölur þáttarins, fáum til okkar góða gesti og gösum um ekkert í síðasti skipti. Takk fyrir okkur!
(Hljóðið var að stríða okkur í fyrstu útgáfa þáttarins sem fór í loftið en það á að vera komið í lag - bestu kveðjur frá Tæknideildinni!)
Hismið mætir í síðasta sinn saman í höfuðstöðvum þáttarins og ræðir meðal annars um undirbúning live shows og lokaþáttinn í næstu viku. Farið er yfir vinnubrögð í unglingavinnunni, stöðuna á miðunum, hvalveiðar og árásir Sea Shepard samtakanna á hvalveiðaflota Kristjáns Loftssonar árið 1986. Grétar fer yfir kaup sín á Costco korti og greiningu á hrávörumarkaði og við förum yfir hvers konar alpha-hundar veljast í að vera formenn íþróttafélaga.
Í Hismi vikunnar tökum við vandaða 360 gráðu greiningu á efnahagslífinu, ræðum pólitíkina og væringar um formannsembætti Samfylkingarinnar, fáum stöðuna á undirbúningi Árna fyrir Laugavegshlaupið og greinum frá undirbúningi fyrir lokaþátt Hismisins sem tekinn verður upp í beinni.
Hismið fær engan annan en Sigtrygg Magnason, hinn íslenska Kasper Juul, í settið og ræðir sigurgöngu Framsóknarflokksins að undanförnu og landslagið í pólitíkinni yfir höfuð, nekt, hlaup og jóga og kónginn í Boston.
Í Hismi vikunnar förum við yfir ferð Grétars til meginlandsins, skrifstofumannaaxlir, tannhvíttunarferli Árna og meirihlutaviðræður í borginni.
Í Hismi vikunnar gerum við upp tvo stóra viðburði undanfarna viku - sveitastjórnarkosningarnar og oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta - með Atla Fannari Bjarkasyni fjölmiðlamanni. Við förum yfir stemminguna í Skagafirðinum, geitina í Val, meirihlutaviðræður og störukeppni flokkanna í fjölmiðlum, og meistara sem hjólaði í vinnuna á Selfoss úr Þingholtunum.
Í Hismi vikunnar förum við yfir kosningarnar á laugardaginn, kröfur sem við gerum á stjórnmálamenn, endurkomu hjá gamla skólanum og baráttu við kerfil í Litla Stokkhólmi.
Í Hismi vikunnar byrjum við á tímamótayfirferð um veitingastaðaflóruna á Grandanum, förum svo yfir sveitastjórnarkosningarnar, besta íslenska bloggarann og starfslok hjá gamla skólanum.
Í þætti dagsins er farið yfir bankasölu málið, sveitarstjórnarkosningar sem eru framundan og ítarlega útfærðar pælingar um að breyta Viðey í mislæg gatnamót og metnaðarfullan ríkisforstjóra sem er búinn að 2.0-væða Ríkiskaup og búa til nýja stefnumótun í formi geimflaugar.
Í Hismi vikunnar förum yfir rólega fréttaviku og gerum upp ummæli Sigurðar Inga og sjomla söluna á Íslandsbanka. Þá förum við yfir nýja loftbrú til Liverpool, 15 mínútna hverfið, hlaupahóp Árna og hugsanlegan nýjan feril Grétars.
Í Hismi vikunnar förum við yfir leiðinlegasta fólk í heimi samkvæmt vönduðum rannsóknum, afstöðu kjósenda flokkana til borgarlínu og þéttingar byggðar, og vöntun á þjónustu í nýjasta hverfi borgarinnar. Þá fáum við fréttir af undirbúningi Árna fyrir Laugavegshlaupið og flettum blöðum dagsins.
Your feedback is valuable to us. Should you encounter any bugs, glitches, lack of functionality or other problems, please email us on [email protected] or join Moon.FM Telegram Group where you can talk directly to the dev team who are happy to answer any queries.