Hismið hlaðvarp

Hismið hlaðvarp

Hlaðvarp um ekkert.

  • 1 hour 6 minutes
    Lokadans Hismisins - Takk fyrir okkur!

    Hismið þakkar fyrir sig og kveður eftir níu góð ár í loftinu. Í lokaþættinum, sem tekinn var upp í beinni í brugghúsinu Ægisgarði að viðstöddum 160 manns, förum við yfir upphafið, söguna, helstu rekstrartölur þáttarins, fáum til okkar góða gesti og gösum um ekkert í síðasti skipti. Takk fyrir okkur!

    (Hljóðið var að stríða okkur í fyrstu útgáfa þáttarins sem fór í loftið en það á að vera komið í lag - bestu kveðjur frá Tæknideildinni!) 


    1 July 2022, 8:12 pm
  • 1 hour 55 seconds
    Hismið - Allt hey heim í hlöðu

    Hismið mætir í síðasta sinn saman í höfuðstöðvum þáttarins og ræðir meðal annars um undirbúning live shows og lokaþáttinn í næstu viku. Farið er yfir vinnubrögð í unglingavinnunni, stöðuna á miðunum, hvalveiðar og árásir Sea Shepard samtakanna á hvalveiðaflota Kristjáns Loftssonar árið 1986. Grétar fer yfir kaup sín á Costco korti og greiningu á hrávörumarkaði og við förum yfir hvers konar alpha-hundar veljast í að vera formenn íþróttafélaga.

    23 June 2022, 4:50 pm
  • 56 minutes 40 seconds
    Hismið - Er stormur í aðsigi?

    Í Hismi vikunnar tökum við vandaða 360 gráðu greiningu á efnahagslífinu, ræðum pólitíkina og væringar um formannsembætti Samfylkingarinnar, fáum stöðuna á undirbúningi Árna fyrir Laugavegshlaupið og greinum frá undirbúningi fyrir lokaþátt Hismisins sem tekinn verður upp í beinni.


    16 June 2022, 8:25 pm
  • 1 hour 10 seconds
    Hismið - Stjórnmálin eru eins og gamanleikur

    Hismið fær engan annan en Sigtrygg Magnason, hinn íslenska Kasper Juul, í settið og ræðir sigurgöngu Framsóknarflokksins að undanförnu og landslagið í pólitíkinni yfir höfuð, nekt, hlaup og jóga og kónginn í Boston.

    9 June 2022, 3:18 pm
  • 45 minutes 30 seconds
    Hismið - Hvítar tennur og skrifstofumannaaxlir

    Í Hismi vikunnar förum við yfir ferð Grétars til meginlandsins, skrifstofumannaaxlir, tannhvíttunarferli Árna og meirihlutaviðræður í borginni.

    2 June 2022, 2:08 pm
  • 1 hour 14 minutes
    Hismið - Odd(vit)aleikur í körfu og pólitík

    Í Hismi vikunnar gerum við upp tvo stóra viðburði undanfarna viku - sveitastjórnarkosningarnar og oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta - með Atla Fannari Bjarkasyni fjölmiðlamanni. Við förum yfir stemminguna í Skagafirðinum, geitina í Val, meirihlutaviðræður og störukeppni flokkanna í fjölmiðlum, og meistara sem hjólaði í vinnuna á Selfoss úr Þingholtunum.

    19 May 2022, 1:41 pm
  • 1 hour 3 minutes
    Hismið - Gamli skólinn snýr aftur

    Í Hismi vikunnar förum við yfir kosningarnar á laugardaginn, kröfur sem við gerum á stjórnmálamenn, endurkomu hjá gamla skólanum og baráttu við kerfil í Litla Stokkhólmi.

    12 May 2022, 4:52 pm
  • 54 minutes 40 seconds
    Hismið - Hvor er glæsilegri - Dagur B eða Einar Þorsteins?

    Í Hismi vikunnar byrjum við á tímamótayfirferð um veitingastaðaflóruna á Grandanum, förum svo yfir sveitastjórnarkosningarnar, besta íslenska bloggarann og starfslok hjá gamla skólanum.

    5 May 2022, 12:59 pm
  • 1 hour 6 minutes
    Hismið - Mislæg gatnamót í Viðey

    Í þætti dagsins er farið yfir bankasölu málið, sveitarstjórnarkosningar sem eru framundan og ítarlega útfærðar pælingar um að breyta Viðey í mislæg gatnamót og metnaðarfullan ríkisforstjóra sem er búinn að 2.0-væða Ríkiskaup og búa til nýja stefnumótun í formi geimflaugar. 

    28 April 2022, 12:37 pm
  • 55 minutes 5 seconds
    Hismið - Sjomlar á markaði og í Liverpool

    Í Hismi vikunnar förum yfir rólega fréttaviku og gerum upp ummæli Sigurðar Inga og sjomla söluna á Íslandsbanka. Þá förum við yfir nýja loftbrú til Liverpool, 15 mínútna hverfið, hlaupahóp Árna og hugsanlegan nýjan feril Grétars.

    7 April 2022, 1:54 pm
  • 58 minutes 55 seconds
    Hismið - Að vera leiðinlega hamingjusamur

    Í Hismi vikunnar förum við yfir leiðinlegasta fólk í heimi samkvæmt vönduðum rannsóknum, afstöðu kjósenda flokkana til borgarlínu og þéttingar byggðar,  og vöntun á þjónustu í nýjasta hverfi borgarinnar. Þá fáum við fréttir af undirbúningi Árna fyrir Laugavegshlaupið og flettum blöðum dagsins.

    31 March 2022, 1:47 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2024. All rights reserved.