Hlaðvarp Kjarnans

Kjarninn Miðlar ehf.

Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

  • 10 minutes 55 seconds
    Flækjusagan: Dýrlingurinn með hnútasvipuna
    Illugi Jökulsson veltir fyrir sér þeirri aðkallandi spurningu hvernig geimverum myndi lítast á nýjasta dýrling kaþólsku kirkjunnar.
    5 January 2025, 9:00 am
  • 36 minutes 27 seconds
    Móðursýkiskastið #6: Varð skugginn af sjálfri sér
    Í þessum lokaþætti Móðursýkiskastsins fáum við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög neikvæð áhrif á heilsu hennar. Lyf sem henni voru gefin við sjúkdómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í aldarfjórðung áður en hún fékk rétta greiningu. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttaröðinni. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna. Þátturinn í heild sinni er aðeins aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar. Áskrift má nálgast á heimildin.is/askrift.
    4 January 2025, 10:00 am
  • 11 minutes 30 seconds
    Flækjusagan: Káti kóngurinn og dapra drottningin
    Illugi Jökulsson veltir fyrir sér barneignum bresku konungsættarinnar – því allt snýst það vesin um viðhald stofnsins!
    29 December 2024, 9:00 am
  • 43 minutes 59 seconds
    Móðursýkiskastið #5: „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist“
    Í hvert sinn sem Hrund Ólafsdóttir heyrir frásagnir mæðra rifjast upp fyrir henni sárar minningar af því þegar dóttir hennar veiktist og Hrund þurfti að grátbiðja lækni mánuðum saman um að senda hana í myndatöku á höfði. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttaröðinni. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna. Þátturinn í heild sinni er aðeins aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar. Áskrift má nálgast á heimildin.is/askrift.
    28 December 2024, 10:00 am
  • 13 minutes 48 seconds
    Flækjusagan: Hvað hefði Jesú gert?
    Illugi Jökulsson kannar hvort rétt sé að Jesú hafi alltaf tekið pól umburðarlyndis og góðvilja í hæðina.
    22 December 2024, 9:00 am
  • 8 minutes 45 seconds
    Eitt og annað: Tólf ára fangelsi fyrir fjársvik
    Þyngsti dómur sem fallið hefur fyrir fjársvik í Danmörku var kveðinn upp í bæjarrétti í Glostrup í síðustu viku. Sá dæmdi, Sanjay Shah, er talinn hafa svikið jafngildi 180 milljarða íslenskra króna úr danska ríkiskassanum. Hann segist hafa nýtt glufu í skattakerfinu og hefur áfrýjað dómnum.
    22 December 2024, 8:00 am
  • 8 minutes 33 seconds
    Eitt og annað: „Assad er í hópi þeirra sem eiga flesta óvini í veröldinni“
    Bashar al-Assad átti ekki margra kosta völ þegar uppreisnarmenn voru um það bil að taka völdin í Sýrlandi fyrir skömmu. Íran og Rússland voru nefnd sem hugsanlegir áfangastaðir hans og svo fór að Vladimír Pútín bauð einræðisherranum og nánustu fjölskyldu hans að dveljast í Rússlandi, af mannúðarástæðum.
    22 December 2024, 8:00 am
  • 31 minutes 40 seconds
    Móðursýkiskastið #4: „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“
    Elísa Ósk Lína­dótt­ir, formaður PCOS samtakanna, var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir. „Ég óska engum að ganga í gegnum þetta svona,“ segir Elísa sem er viðmælandi í fjórða þætti Móðursýkiskastsins. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttaröðinni. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna. Þátturinn í heild sinni er aðeins aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar. Áskrift má nálgast á heimildin.is/askrift.
    21 December 2024, 10:00 am
  • 1 hour 3 minutes
    Tuð blessi Ísland #8: Valkyrjur Stefáns Ingvars
    Gestur Tuðsins í dag er meintur grínisti, Stefán Ingvar Vigfússon. Við ræðum græna vegginn við Álfabakka, Valkyrjustjórnina sem Stefán heldur að muni ekki lifa kjörtímabilið, líf listamannsins og og fleira og fleira og fleira. Þemalag þáttarins er Grætur í hljóði með Prins Póló. Gleðilega hátíð.
    20 December 2024, 4:09 pm
  • 1 hour 6 minutes
    Á vettvangi: Á vettvangi einmanaleikans
    Einmanaleikinn er áberandi á aðventunni og í þessum aukaþætti af Á vettvangi koma fram sögur af ísköldum einmannaleika á Íslandi. Í seinni hluta þáttarins kom fram ráð um það hvað við getum gert til að berjast gegn einmannaleikanum og sjá fólkið í kringum okkur.
    20 December 2024, 7:00 am
  • 35 minutes 15 seconds
    Þjóðhættir #60: Jólaljósin – Jólaþáttur Þjóðhátta
    Þátturinn er með jólalegu sniði að þessu sinni, við beinum sjónum okkar að ljósinu og myrkrinu á þessum tíma ársins enda jólin oft kölluð hátíð ljóssins.
    17 December 2024, 9:00 am
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.