Vikulokin

RÚV

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur. Þátturinn er í umsjá Bergsteins Sigurðssonar og Önnu Kristínar Jónsdóttur og er á dagskrá á laugardögum kl. 11-12.

  • 56 minutes 57 seconds
    Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.
    Gestir Vikulokanna voru þær Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. Þæru ræddu um stöðuna í íslenskum stjórnmálum, atburði liðins árs og framtíðarhorfur. Umsjón: Alma Ómarsdóttir Tæknimaður: Davíð Berndsen
    4 January 2025, 11:02 am
  • 57 minutes 49 seconds
    Logi Einarsson, Sindri Geir Óskarsson og Sigrún Stefánsdóttir
    Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur og fyrrum frambjóðandi og Dr. Sigrún Stefánsdóttir kennari komu í þáttinn sem tekinn var í hljóðstofu á Akureyri.
    28 December 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 49 seconds
    Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Jón Pétur Zimsen og Halla Hrund Logadóttir
    Gestir Vikulokanna eru Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokks, Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokks og Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokks. Þau ræddu meðal annars nýja ríkisstjórn, komandi þingstörf, orkumál og árið sem er að líða. Umsjón: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Jón Þór Helgason
    21 December 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 47 seconds
    Baldur Þórhallsson, Halla Gunnarsdóttir og Jens Garðar Helgason.
    Gestir Vikulokanna laugardaginn 14. desember voru Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR og Jens Garðar Helgason nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau ræddu ólgu í alþjóðamálum og aukin hernaðarumsvif á Miðnesheiði, stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fleira. Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir Tæknimaður: Kári Guðmundsson
    14 December 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 42 seconds
    Andrés Ingi Jónsson, Freyja Steingrímsdóttir og Hafsteinn Birgir Einarsson
    Andrés Ingi Jónsson, fráfarandi þingmaður Pírata, Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, og Hafsteinn Birgir Einarsson, stjórnmálafræðingur, voru gestir Vikulokanna laugardaginn 7. desember. Þau ræddu meðal annars um niðurstöður nýafstaðinna Alþingiskosninga og stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Auk þess þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar, starfandi matvælaráðherra, að veita hvalveiðileyfi til fimm ára. Umsjón: Alma Ómarsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
    7 December 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 42 seconds
    Helgi Pétursson, Lára Ómarsdóttir og Jakob Bjarnar Grétarsson
    Gestir Vikulokanna eru Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara, Lára Ómarsdóttir almannatengill og Jakob Bjarnar Grétarsson fjölmiðlamaður. Þau ræddu alþingiskosningarnar, kosningabaráttuna, stöðuna í stjórnmálum og fleira. Umsjón: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Kári Guðmundsson
    30 November 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 37 seconds
    Eva H. Önnudóttir, Jón Ólafsson og Eva Marín Hlynsdóttir
    Gestir Vikulokanna eru þau Eva H. Önnudóttir, Jón Ólafsson og Eva Marín Hlynsdóttir. Þau starfa öll sem prófessorar við Háskóla Íslands. Rætt er við þau um komandi Alþingiskosningar, kosningabaráttuna hingað til, um hvaða mál er kosið, rýnt í þýðingu skoðanakannana og spáð í spilin um mögulegar stjórnarmyndanir eftir kosningar. Einnig var rætt um íbúakosningu um mölunarverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi. Kosningin hefst mánudaginn 25. nóvember og stendur til 9. desember. Þriðja umræðuefnið er eldgosið sem hófst á Reykjanesi í vikunni og hin fordæmalausa staða Grindavíkur sem bæjarfélags síðastliðið ár. Spilað er viðtal við Grindvíkinginn og körfuboltakappann fyrrverandi, Pál Axel Vilbergsson, þar sem hann ræðir um líf sitt og fjölskyldu hans frá því eldsumbrotin hófust í nóvember í fyrra og þau þurftu að yfirgefa heimili sitt. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason
    23 November 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 56 seconds
    Guðmundur Heiðar Helgason, Haukur Arnþórsson, og Kristín Gunnarsdóttir
    Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill, Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, og Kristín Gunnarsdóttir, markaðsstjóri og hlaðvarpsstjórnandi, ræða uppljóstrun njósnafyrirtækis á fullyrðingum sonar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Jón hafi þegið sæti á framboðslista gegn því að komast í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Einnig um stöðu Þórðar Snæs Júlíussonar, eftir að í ljós kom að hann hafði skrifað niðrandi um konur, undir dulnefni, árin 2004 til 2007, og um stöðuna í bandarískum stjórnmálum eftir sigur Donalds Trump. Umsjón: Alma Ómarsdóttir Tæknimaður: Kári Guðmundsson
    16 November 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 38 seconds
    Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Margrét Oddsdóttir og Magnús Sveinn Helgason
    Gestir Vikulokanna eru Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur. Þau ræddu forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þróun heimsmála, komandi alþingiskosningar og stöðuna á vinnumarkaði. Umsjón: Höskuldur Kári Schram Tæknimaður: Jón Þór Helgason
    9 November 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 44 seconds
    Björn Ingi Hrafnsson, Jón Gunnar Ólafsson og Margrét Stefánsdóttir
    Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður og ritstjóri Viljans, Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði við HÍ og Margrét Stefánsdóttir, almannatengill hjá Pipar, ræddu kosningabaráttuna fyrir alþingiskosningarnar og um fyrstu leiðtogaumræður forystumanna flokkanna í sjónvarpssal. Umsjón: Alma Ómarsdóttir Tæknimaður: Kári Guðmundsson
    2 November 2024, 11:02 am
  • 57 minutes 43 seconds
    Andrés Jónsson, Eiríkur Bergmann og Eygló Harðardóttir
    Gestir Vikulokanna voru Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra og fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, Þau ræddu meðal annars um úrræðaleysi vegna barna í neyð og kosningabaráttuna og uppstillingu framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember. Umsjón: Alma Ómarsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
    26 October 2024, 11:02 am
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.