Þáttur um fólk, fyrir fólk sem hefur áhuga á fólki… og margt margt fleira
Titringur á meðal Spekinga í aðdraganda jóla. Ætluðum í fasta liði en við komumst ekki í þá. Jólastuff og nærbuxur til umræðu. Allt saman eyrnakonfekt í eyrum þeirra sem vilja njóta.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Stór helgi að baki hjá Spekingum. Slúðrið á sínum stað, TayTay véfréttin , Myndir Þú Fyrir Smá Aur, Kæjinn og Hver Er Maðurinn. Loks helgarplönin framundan.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Full lestað í dag choo-choo!
Almennar umræður, SlúSlú, rætinn Tilfinningaskali og Meiða eða Leiða Valkyrjuspecial, allt í boði Alþingis.
Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Skammdegið siglir hraðbyri til landsins og Spekingar fara ekki varhluta af því. Það er ekki bara möndulhalli jarðar sem fælir Spekinga frá upptökum heldur eru 3/4 Spekinga bara obboslega uppteknir við að fá sér nú þegar aðventan er að ganga í garð.
En Sæþór stendur vaktina og gefur ykkur vikulega skammtinn sem þið eigið skilið.
#101 Jólabjór með Atla Þór Albertssyni - Hver er besta eftirherma landsins eftir þriggja tíma+ jólabjórssmakk? Atli fudging Albertsson - Nóvember 2020
#113 Valgeir Magnússon - Þegar Hollywood fékk Hausverk og þá sérstaklega um Helgar - Apríl 2021
#99 Eva Ruza & Hjálmar Örn - Þau eru einfaldlega alltaf best - September 2020
#78 Örn Árnason - Það á enginn núlifandi roð í Eagle Árnason - Apríl 2020
Glöggir hlustendur átta sig á því að það eru 2 dagar til kosninga en ritstjórn tók ákvörðun um að spila ekki brot úr þáttum stjórnmálafólks sem komið hafa til Spekinga. Spekingar hvetja öll til að mæta á kjörstað og fylgja eigin sannfæringu.
Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Það er enginn tilviljun að það fór að gjósa á sama tíma og Spekingar luku upptökum enda eldvirkur þáttur. Eldfimt Slúður, Hvort Myndir Þú Heldur, Myndir Þú Fyrir Smá Aur og Kvikmyndaskorið á sínum stað.
Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Spekingar eru alltaf ljúfir og kátir en varla léttir, í líkamlegri skilgreiningu þess orðs. Svefn & heilsa (ekki auglýsing) í fyrirrúmi með þar sem Sæþór er farinn að sofa eins og sjálfur Gabríel engill guðs.
Hver er Maðurinn, nýr liður frá Matta og Vafflan ekki upp á sitt besta í þetta skipti. Allt þetta og meira til.
Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
Kalt er það Klara en veðrið hefur ekki áhrif á Spekinga enda hlýtt í studíói Podcaststöðvarinnar. Við komumst ekki hjá því að ræða aðeins forsetakosningar í BNA, Snældu-vitlausar Staðreyndir, Hvort Myndir þú Heldur og flugvéla Kvikmyndaskor.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar og eru í boði GULL LITE
Eftir gyllta mola í síðustu viku er tímabært fyrir Spekinga að snúa aftur í stúdíó, þó í misjöfnu ástandi. TayTay Hornið lét heldur betur vita af sér, PottCastið leiðbeindi hlustendum í vali á eldhúsáhöldum, Hver er maðurinn siðlaus að vanda og GULL LITE Testið gulls ígildi.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar og eru í boði GULL LITE
Spekingar eins og aðrir eru að vinna í sjálfum sér um þessar mundir. En örvæntið ei, þáttur þessa vikuna fer með okkur á gamlar og góðar slóðir.
Eva Ruza (Júní 2019) - Tvíburar og konungborið fólk
Heiðar Logi (Apríl 2019) - Lífsháski og föðurmissir
Siggi Gunnars (Ágúst 2019) - Skápurinn, Bretland og Spánn/Tenerife
Logi Bergmann (Nóvember 2018) - Stjórnmálafræði og handbók hrekkjalómsins
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar og eru í boði GULL LITE
Vetur konungur færist nær en það er hlýtt í hjörtum Spekinga. Meiða eða Leiða, Topp 3, Frægar Línur og Gumma Emils Hornið.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
Bæng! Eftir óvænt frí í síðustu viku eru Spekingar mættir til starfa. Vikan viðburðarrík, Gull Lite Testið Yellowstone edition, Frægar stórslysamynda Línur og október Kvikmyndaskor.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
Your feedback is valuable to us. Should you encounter any bugs, glitches, lack of functionality or other problems, please email us on [email protected] or join Moon.FM Telegram Group where you can talk directly to the dev team who are happy to answer any queries.