Fílalag

Fílalag

  • 1 hour 31 minutes
    White Christmas – “Let’s Go Have a Coca-Cola”
    Bing Crosby – White Christmas Það gengur svo mikið á í lífi okkar að við þurfum stundum pásu, frið, hlé. Við þurfum þetta hlé einu sinni á ári. Jólin eru fyrst og fremst hlé frá veseninu, rifrildinu, stríðinu og stritinu. Þess vegna elskum við hvít jól. Því snjórinn leggur hvíta mottu yfir allt, kallar fram […]
    20 December 2024, 7:20 am
  • 1 hour 19 minutes
    1979 – Goth báðu megin
    The Smashing Pumpkins – 1979 Lífið er endalaust. Fyndinn 16 ára gaur djögglar snakkpokum inn í flúorljósum 10-11, tvær stelpur hlæja en meira að honum en með honum. Lífið er endalaust, orkan er endalaus, hláturinn hættir aldrei. En dauðinn er nærri, dauðinn er inn í okkur og með okkur og það er daðrið við dauðann […]
    13 December 2024, 6:21 am
  • 57 minutes 12 seconds
    Only Time – Silkiþræðir Keltans
    Enya – Only Time Hver þekkir vegi himinsins? Fuglinn. Hver veit hvert vindurinn mun blása? Fuglinn. Hver býr yfir grimmd grameðlu og sakleysi páskaungans? Aðeins fuglinn. Hver hratt af stað iðnbyltingunni? Keltinn. Hvert er leynihráefnið í rokk og ról? Keltinn. Hver skynjar tímann sem leiftur? Aðeins keltinn. Peningar. Hollywood. Kastalar. Brún augu í þokunni, hrjóstrug […]
    6 December 2024, 6:13 am
  • 1 hour 11 minutes
    Snertu, elskaðu og fljúgðu – You’ve Lost That Lovin’ Feelin’
    The Righteous Brothers – You’ve Lost That Lovin’ Feelin’ Kærleikurinn. Geðveikin. Gnægðin. Háloftin. Hlið himins. F-18. 33C. Undir þér er motta. Lokaðu augunum, opnaðu hjartað, láttu þig falla.
    29 November 2024, 6:37 am
  • 1 hour 6 minutes
    Undir regnboganum – Nanooq í Kringlunni
    Hvalræði – Undir regnboganum Jökulblátt vatn. Orbit-tyggjó. Fljótandi ísjakar. Morgunsjónvarps stjarna hlær. Skutull skríður. Blóð fossast. Veðurbarinn maður með barta í Víetnam hermannajakka gefur vélinni meiri olíu. Það er hugmyndastríð á Norðurslóð, takmarkalaus þykistuleikur í búningi káboj og indjána.  Allsherjargoði og eilíft sumar, ostaslaufur, kókdós og jójó-æði. Norðrið, norpið, nístingurinn og Nanooq í Kringlunni.
    15 November 2024, 11:01 am
  • 1 hour 4 minutes
    Rasputin – Alheimsgreddan
    Boney M – Rasputin Á meginlandi Evrópu býr leigubílstjóri sig undir langa vakt. Hann girðir terelín buxurnar upp að handahrikum og herðir beltið vel áður en hann klæðir sig í hnausþykkann perrajakkann. Grænn Derrick-skífusími hringir. Hann svarar og heyrir að hinum megin á línunni er rykfrakkaklæddur einkaspæjari með fjárkúgunartilburði. Annars staðar á hnettinum er Hemmi […]
    1 November 2024, 6:52 am
  • 59 minutes 28 seconds
    Walk Away Renée – Tær buna
    The Left Banke – Walk Away Renée Glimrandi unglingar, tærir en tjúllaðir, nýbúnir að ljúka upp gáttinni að undrum klassískrar tónlistar, búnir spjótum og panflautum, nestaðir af náttúrunnar hendi, í víðum skyrtum og þröngum jökkum. Glimdrandi unglingar, tyggjójórtrandi, skröltandi beinahrúgur með þróttmikil hjörtu. Ó elsku sixties síkadelíu frumkvöðlar, opinmynntir, stóreygir en svo óbrynvarðir gagnvart lendingunni. […]
    25 October 2024, 10:42 am
  • 54 minutes 54 seconds
    Venus – Appelsínugulur órangútan losti
    Shocking Blue – Venus Hollenskur nefapi sveiflar sér á grein. Starfsmaður Philips bókar sig á tveggja stjörnu hótel við hlið Paddington stöðvarinnar í London. Kona setur á sig klút. Í efnafræðistofu í austurhluta Reykjavíkur brennur magnesíum. Jack London horfir á.
    18 October 2024, 6:30 am
  • 1 hour 39 minutes
    No Woman, No Cry – Skráargat gullna hliðsins
    Bob Marley – No Woman, No Cry Samruni tónlistar og trúar, akursins og borgarinnar, gamla tímans og nýja. Skurðpunkturinn, meitluð sneiðmyndin, hin ljóslifandi rispa á landslagi hugans, auga ljónsins grafið djúpt í gamla Adidas merkið. Í mesta myrkinu, moðreyknum er að finna göngin að ljósinu. Þangað verður gullvagninn sendur og upp í hann stígur riddari […]
    11 October 2024, 6:45 am
  • 59 minutes 31 seconds
    All I Wanna Do – Tilhlýðilegt hangs
    Sheryl Crow – All I Wanna Do Þetta er ekki mega djamm. Þetta er ekkert sunnudags sófaspjall heldur. Þetta er miðlungs sötr. Menn að fá sér. Skaðræði í litlum skömmtum. Tilhlýðilegt hangs. Sheryl Crow flaug inn um glugga Ameríku sem bakraddafagmaður. Hún kunni allar ritningar sunnudagsskólans og söngleikjadeildarinnar. Hún kunni og hún framkvæmdi. Og hún […]
    4 October 2024, 6:32 am
  • 56 minutes 11 seconds
    Eitt lag enn – Sprittkerti á Stórhöfða
    Brimkló – Eitt lag enn Það er myrkur. Það er kalt. En hérna inni er heitt. Funheitt og huggulegt. Það er stórhríð úti. Úlfurinn blæs og fnæsir á kofann en grísinn er teppalagður fyrir innan. Það er stormsveipur á ferð, sjó rignir og allt hangir á bláþræði. En hér inni er huggulegt. Allavega í smástund […]
    27 September 2024, 6:36 am
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.