Samfélagið

RÚV

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Leifur Hauksson og Ragnhildur Thorlacius.

  • 59 minutes 14 seconds
    Baráttan við heimalestur, seinleg áfallahjálp fyrir Grindvíkinga, vísindaspjall
    Um fimm sinnum í viku heyja fjölmargir foreldrar baráttu við að fá börnin sín til að lesa. Heimalestur er útbreidd hefð á Íslandi, þar sem börn eru látin lesa upphátt fyrir foreldra sína í fimmtán mínútur í senn, allt að fimm sinnum í viku. Þetta er hluti af ábyrgð foreldra í lestrarkennslu barna, en hvernig hefur þetta fyrirkomulag reynst foreldrum og börnum? Hafa allir foreldrar í raun og veru korter til að sinna lestrarþjálfun? Gæti fyrirkomulagið aukið ójöfnuð milli nemenda? Gæti það rænt börnum lestrargleði? Þetta eru spurningar sem Anna Söderström, doktorsnemi við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, svarar í nýrri fræðigrein. Við ræðum við Önnu um heimalestur, kosti hans og galla, og ýmislegt fleira. Áfallahjálp hefur staðið Grindvíkingum sem misstu heimili sín vegna eldsumbrota árið 2023 til boða frá því í byrjun síðasta sumars og hafa hundruð þeirra nýtt sér þjónustuna. En var of seint brugðist við að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga í hamförunum og gengu önnur verkefni fyrir sem snúa að verðmætabjörgun? Við ætlum að ræða við Jóhönnu Lilju Birgisdóttur, sálfræðing og framkvæmdastýru þjónustuteymis Grindvíkinga um áfallahjálpina sem nú er í boði, í hverju hún felst nákvæmlega og þyrfti e.t.v. að bjóða umfangsmeiri sálfræðiþjónustu til að koma til móts við þá sem misstu heimili sín á einni nóttu. Svo fáum við Eddu Olgudóttur til okkar í Vísindaspjall, þar sem við ætlum að fara yfir vísindaárið 2024. Tónlist úr þættinum Elvis Presley - Any day now. Spacestation - Í draumalandinu.
    8 January 2025, 1:00 pm
  • 55 minutes
    Er í alvöru hægt að lækka matvöruverð? og áratugur af sniðgöngu
    Bera íslenskar matvöruverslanir hag neytenda fyrir brjósti eða ráða gróðasjónarmið þeirra einfaldlega ríkjum? Og hvernig koma boðaðar verðhækkanir á matvöru fram á nýju ári og geta neytendur fylgst með því hvaða verslun er raunverulega að selja ódýrasta matinn? Við ætlum að ræða hækkanir á matvöruverði, mikinn hagnað matvöruverslanakeðja hér á landi undanfarin ár og hegðun þeirra gagnvart neytendum, við Aðalstein Kjartansson, rannsóknarblaðamann á Heimildinni, sem skrifað hefur ítarlega um matvörumarkaðinn og við Benjamín Julian, verkefnastjóra hjá Verðlagseftirliti ASÍ, sem segir okkur meðal annars hvaða matvara er að hækka eða lækka á þessari stundu. Hvað eiga CocaCola, tölvuframleiðandinn HP, lyfjafyrirtækið Teva, greiðslumiðlunin Rapyd og Sodastream sameiginlegt. Allt eru þetta fyrirtæki sem hópur fólks sniðgengur vegna tengsla þeirra við Ísrael. Hólmfríður Jónsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir frá íslensku sniðgönguhreyfingunni koma í heimsókn í síðari hluta þáttar og ræða um íslensku sniðgönguhreyfinguna, sem var sett á stofn fyrir um áratug síðan, en hefur sjaldan verið eins fyrirferðarmikil og í dag. Tónlist úr þættinum: PATTI SMITH - Free Money. BIG THIEF - Change.
    7 January 2025, 1:00 pm
  • 59 minutes 32 seconds
    Hrútskýringar og niðrandi tal í íslenskum stjórnmálum, málningakeppni í Nexus
    Við byrjum á skrímslum, vélmennum og stríðsmönnum. Í Nexus fer nú fram fígúrumálningakeppni, þar sem keppendur senda inn sína bestmáluðu smáfígúru frá árinu 2024. Við kíktum í heimsókn í morgun og ræddum við Guðbrand Magnússon, starfsmann Nexus, um keppnina, um áhugamálið fígúrumálningar og fleira. Við ætlum að fjalla um orðræðu karla í íslenskum stjórnmálum í garð stjórnmálakvenna og þá hvort hún sé niðrandi, hrútskýrandi og jafnvel beinlínis dónaleg og úrelt og velta fyrir okkur hvort karlkyns stjórnmálaleiðtogar breyttust í tali og nálgun eftir stjórnarmyndun frá aðdraganda kosninga og þá sérstaklega í garð formanns Flokks fólksins, Ingu Sæland. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingar og stjórnmálamaður til áratuga, og Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við menntavísindasvið og sérfræðingur í kynjamálum, ætla að kryfja málin með okkur hér á eftir. Tónlist úr þættinum: DAVID BOWIE - Scary Monsters (And Super Creeps). EURYTHMICS & ARETHA FRANKLIN - Sisters Are Doin' It For Themselves.
    6 January 2025, 1:00 pm
  • 58 minutes 59 seconds
    Frostvandræði á Akureyri og hugmyndahraðhlaup fyrir háskólanema
    Fimbulfrost setti svip sinn á áramótin á Akureyri, það lækkaði töluvert í hitaveitutönkunum og Norðurorka virkjaði neyðarstjórn. Ástandið er skárra núna þó frostið sé aftur að herða tökin. Í fyrri hluta þáttarins ræðum við Baldur Viðar Jónsson, vélfræðing hjá Norðurorku - um snjóbræðslukerfi sem eiga ekkert í gaddinn, ofanjarðarlagnir frá áttunda áratugnum, nýjar og gamlar borholur - já bara hitaveituinnviðina á Akureyri eins og þeir leggja sig. Og í seinni hluta þáttarins fjöllum við um nýsköpun. Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins verður haldið í fyrsta skipti núna um helgina. Þetta er viðburður þar sem háskólanemar fá að prófa að vera frumkvöðlar, mynda teymi og þróa hugmyndir til að leysa vandamál. Við ræðum við Íseyju Dísu Hávarsdóttur og Jennu Björk Guðmundsdóttur, sem eru verkefnastjórar hjá Klak Icelandic Startups, og spjöllum um þennan viðburð og nýsköpunarumhverfið á Íslandi.
    3 January 2025, 1:00 pm
  • 57 minutes 13 seconds
    Kristín styður 37 fjölskyldur á Gaza, Opni háskólinn og gervigreind
    Það má segja að Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Svalbarðseyri, búi í tveimur heimum. Þegar hún er ekki í vinnunni í heimahlynningunni á Akureyri er hún vakin og sofin yfir því að styðja fjölskyldur á Gaza, fjárhagslega en ekki síður andlega. Segja má að hún reki óformleg hjálparsamtök og í kringum þau hefur skapast stórt samfélag. Grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli… en hvað svo? Símenntun tekur sífellt á sig nýjar og nýjar myndir og fjölmörg halda áfram að sækja sér menntun að lokinni hefðbundnu skólagöngu, oft þegar þau skipta um starf, fá stöðuhækkun, eða jafnvel bara þegar tölvukerfið í vinnunni er uppfært. Við ræðum við Ingunni S. Unnarsdóttur Kristensen, forstöðukonu Opna háskólans, um Opna háskólann, símenntun og gervigreind. Tónlist og stef úr þættinum: Nai Barghouti - Li Fairuz Tolentino, Ife - Distante Canção. Joan Baez - There But For Fortune.
    2 January 2025, 1:00 pm
  • 54 minutes 55 seconds
    Árið í Samfélaginu: seinni hluti
    30 December 2024, 1:00 pm
  • 55 minutes
    Árið í Samfélaginu: fyrri hluti
    27 December 2024, 1:00 pm
  • 57 minutes 42 seconds
    Huldumaður á bakvið geitarbrennuhótanir, umhverfisvænni jól, uppgjör Vísindavefsins
    Rúmlega 4000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-viðburðinn Íkea-geitin brennd. Í viðburðarlýsingu segir: Komum öll saman og brennum þessa helvítis Íkea-geit. Við ætlum að fjalla um þessa geit, uppruna hennar, sögu og skemmdarfýsnina sem virðist tengjast henni sterkum böndum. Við ræðum við Guðnýju Camillu Aradóttur, yfirmann samskiptasviðs Íkea, Terry Gunnell, prófessor emerítus í þjóðfræði og huldumanninn á bak við havaríið. Bryndís Marteinsdóttir, flytur okkur jólaumhverfispistil, sem var fyrst fluttur 22. desember 2022, en á alveg jafn vel við í dag. Í lok þáttar lítum við um öxl og gerum upp árið á Vísindavefnum. Við ræðum við Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóra, fræðumst um hvað stóð upp úr hjá vefnum, hvað var mest lesið, áhugaverðast eða skrítnast. Tónlist: Guðmundur Pétursson Tónlistarm., - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
    20 December 2024, 1:00 pm
  • 55 minutes
    Sálarlíf fiska, kvenfélag á Patreksfirði, ofbeldisforvarnarkvikmyndin Geltu
    Um helgina verður frumsýnd kvikmynd sem ætlað er að fræða ungt fólk um hatorsorðræðu. Kvikmyndin heitir Geltu sprettur upp úr starfsemi ofbeldisforvarnarskólans Ofsa og í dag ræðum við við Bennu Sörensen, stofnanda skólans, og Sigríði Lárettu, leikara og höfund. Sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsins er óvíða jafn öflugt og á Patreksfirði. Þar starfar Lionsklúbbur og tvö félög sem eingöngu eru skipuð konum, slysavarnardeildin Unnur og Kvenfélagið Sif. Gréta Sigríður Einarsdóttir kom við á Patreksfirði á dögunum og ræddi við nýjan formann kvenfélagsins, sem er reyndar líka meðlimur í Slysavarnardeildinni. Í lok þáttar kíkir Edda Olgudóttir vísindamiðlari í heimsókn og segir okkur frá ýmislegu um veiðistjórnunarkerfi og tilfinningalíf fiska. Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-19 The National & Phoebe Bridgers - Laugh Track. LIANNE LA HAVES - Lost & Found. SUPERSPORT! - Húsið mitt (í sjálfu sér)
    19 December 2024, 1:00 pm
  • 57 minutes 49 seconds
    E-efnasúpan, skautun og óöfundsverð staða ungra kjósenda
    Þau binda, verja gegn rotnun, sýrustilla og kekkjaverja, gefa sætt bragð eða súrt og kannski fátt sem sameinar þau annað en að þau eru táknuð með E-i, sem stendur fyrir Evrópu og ákveðnu númeri. Neyslusamfélagið kafar í dag ofan í E-efnasúpuna og leitar svara við spurningum dyggs hlustanda sem er með ofnæmi fyrir ákveðnu slíku efni. Í Mjólkursamsölunni kemur í ljós að innihaldslýsing osts hefur breyst og í matvörubúðinni er E-efnaríkasta fæðan elt uppi. Og við höldum áfram samtali okkar við Jón Gunnar Ólafsson og Huldu Þórisdóttur, stjórnmálafræðinga, um bók sem þau voru að gefa út, sem heitir Lognmolla í ólgusjó. Bókin byggir á íslensku kosningarannsókninni og fjallar meðal annars um alþingiskosningarnar 2021 og íslenska kjósendur í áranna rás. Í dag fjöllum við um unga kjósendur, skautun í íslensku samfélagi, fjölmiðla og ýmislegt fleira.
    18 December 2024, 1:00 pm
  • 58 minutes 33 seconds
    Lognmolla í ólgusjó, Meðalhitinn yfir 1,5, Jólamálfarsspjall
    Í síðustu viku gáfu stjórnmálafræðingar við Háskóla Íslands út bók sem byggir á íslensku kosningarannsókninni, og beinir sjónum sínum einna helst að alþingiskosningunum 2021 og íslenskum kjósendum í áranna rás. Tveir af höfundum bókarinnar, Jón Gunnar Ólafsson og Hulda Þórisdóttir, ætla að setjast hjá okkur og ræða bókina, lýðræðið, og hvort Alþingiskosningarnar 2021 hafi verið sögulega leiðinlegar. Allt útlit er fyrir að árið í ár verði það fyrsta þar sem meðalhiti á jörðinni fer yfir 1,5 gráðu markmiðið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags, kemur og ræðir það helsta sem er í loftslagsdeiglunni þessa dagana. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, fer yfir ýmis orð tengd jólunum. Tónlist og stef í þættinum: St. Vincent - Tiempos Violentos Mars Volta - Aegis Moses Hightower - Feikn
    17 December 2024, 1:00 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.