Lestin

RÚV

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags alla virka daga kl. 17.03.

  • 54 minutes 50 seconds
    Hús fundur, Skjaldborg, versta plata í heimi
    Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður haldin á Patreksfirði í sautjánda sinn um helgina, og við ætlum að hefja Lestina í dag á því að taka stöðuna á skipuleggjendum hátíðarinnar. Guðrún Úlfarsdóttir, pistlahöfundur, fjallar um hljómsveitina The Shaggs. Fyrsta plata þeirra, The Philosophy of the World, kom út seint á sjöunda áratugnum og þykir ýmist meistaraverk, eða ein versta plata allra tíma. Við heimsækjum Gallerý Port sem er flutt í glænýtt húsnæði við glænýja götu í Reykjavík. Gallerý Port er listamannarekið gallerý og um þessar mundir stendur yfir sýning Narfa Þorsteinssonar, Hús fundur.
    16 May 2024, 5:03 pm
  • 1 hour 2 minutes
    Hljóðfærasafn Tryggva Hansen, ættarmót, Fallout-rýni
    Tryggvi Hansen hefur um áratuga skeið lagt stund á myndlist, torfhleðslu, og tónlist, en hann er mikill áhugamaður um þjóðhætti, þjóðfræði, sögu og heimspeki. Við kíkjum í heimsókn til Tryggva á Gufunesi, ræðum við hann um lífið og listina, og skoðum hluta úr hljóðfærasafni hans. Brynja Hjálmsdóttir spilaði Fallout tölvuleikinn á sínum tíma. Nú hafa verið gerðir samnefndir sjónvarpsþættir byggðir á leiknum, sem gerast eftir 200 ár og kjarnorkustyrjöld. Brynja rýnir í þættina. Við kíkjum líka í Ásmundarsal og ræðum við Önnu Margréti Ólafsdóttur sem er með opna vinnustofu í Gryfjunni. Hún er að rannsaka ættarmót og vill endilega spjalla við sem flesta um málið. Einnig leitar hún að fólki sem gæti tekið það að vera í ættarmótsnefnd, en hún sér fyrir sér að halda ættarmót næsta sumar.
    15 May 2024, 5:03 pm
  • 56 minutes 32 seconds
    Stafræna fallöxin, gervigreindarmeðferð, ástin sigrar allt
    Glamúrinn á hinu víðfræga Met Gala-kvöldi í New York í síðustu viku hefur farið öfugt ofan í netverja síðan í síðustu viku. Myndir af stórstjörnum í skrautlegum og íburðarmiklum tískufatnaði fara um miðlana eins og eldur í sinu, og er gjarnan stillt upp andspænis myndum af hryllingi stríðsátaka og hungursneyðar. Nú er kallað eftir því að við blokkerum stjörnur og áhrifavalda á öllum helstu samfélagsmiðlum. Hvers vegna? Baldur og Erla Hlín kynntust í djasshljómfræðitíma í MÍT, og stofnuðu í kjölfarið hljómsveitina Amor Vincit Omnia, sem kemur til með að senda frá sér sitt fyrsta lag á föstudaginn. Við tökum púlsinn á Baldri og Erlu, og frumflytjum lagið. Gervigreindin færist inn á sífellt fleiri svið lífs okkar, það getur bæði vakið spennu og forvitini. Í sumum tilfellum vekur það upp siðferðislegar spurningar eða jafnvel ótta. Í dag er hægt að leita sér hjálpar við andlegum kvillum sínum, sækja meðferð hjá gervigreindarspjallmennum sem hafa þá sérhæfingu að leiða fólk í gegnum allskonar sjálfsvinnu eða þerapíu. Og ein slík þjónusta er á vegum íslendings, Gunnars Jörgens Viggósonar og heitir Heartfelt services.
    14 May 2024, 5:03 pm
  • 57 minutes 9 seconds
    Baby Reindeer, Hugsanlegur garður
    Bresku Netflix þættirnir Baby Reindeer, úr smiðju skoska grínistans Richards Gadd, hafa verið á allra vörum síðan þeir litu dagsins ljós fyrir rúmum mánuði, enda lang vinsælustu þættirnir á þessari stærstu streymiþjónustu heims. Guðrún Elsa Bragadóttir kemur í heimsókn og ræðir við okkur um þessa athyglisverðu þætti og átökunum sem hafa einkennt umræðuna í kringum þá. Við heimsækjum höggmyndagarð Myndhöggvarafélagsins á Nýlendugötu og ræðum við Agnesi Ársælsdóttur myndlistamann. Hún er hætt að persónugera plöntur. Gestum sýningarinnar Hugsanlegur garður er boðið að stíga inn í plöntufrumu og búa til fræbombu. Og með fræbombunni geta gestir haft áhrif á gróður í borgarlandslaginu. Mort Garson - Swingin' Spathiphyllums Mort Garson - A Mellow Mood for Maidenhair Mort Garson - Symphony for a Spider Plant Harry Nilsson - One The Association - Never My Love Bee Gees - I Started A Joke
    13 May 2024, 5:03 pm
  • 52 minutes 41 seconds
    Daglega heimsendagangan, Dætur Olfu, aðeins meira um Eurovision
    Við höldum áfram að velta fyrir okkur umræðunni í kringum Eurovision. Á að sniðganga? Eða ekki? Bjarni Daníel rölti út í Kringlu og tók púlsinn á gestum og gangandi. Kolbeinn Rastrick fór að sjá myndina Four Daughters sem nú er sýnd í Bió Paradís, en hún hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda. Myndin segir sögu mæðgna frá Túnis og er í leikstjórn Kaouther Ben Hania. Í Tjarnabíói annað kvöld fara fram útgáfutónleikar, þar sem plötunni Our Daily Apocalypse Walk verður fagnað, en hún kom út um miðjan september í fyrra. Platan er innblásin af draumadagbók Maríu Carmela, MSEA, sem hún hélt utan um í heimsfaraldrinum - hún kíkti í heimsókn fyrr í dag og sagði frá.
    8 May 2024, 5:03 pm
  • 56 minutes 10 seconds
    Hamingjan á Instagram, Pan-Arctic Vision, endalokin nálgast
    Olga Maggý Winther og Cristina Agueda eru dansnemar á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Seinna í þessari viku munu þær, ásamt bekkjarfélögum sínum, flytja tvö dansverk á útskriftarsýningu í Laugarnesinu. Þær segja okkur betur frá. Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, flytur pistil um tónlistarkeppnina Pan-Arctic Vision. Keppnin er svipuð Eurovision í sniði en ólík að því leyti til að hún er yfirlýst pólitísk og hafnar hugmyndum um þjóðríkið og landamæri, en miðjusetur jaðarett þjóðbrot á norðurslóðum. Gerir vera á Instagram okkur hamingjusamari? Er hægt að vera til án þess að eiga Instagram aðgang? Vigdís Hafliðadóttir, grínisti og söngkona hljómsveitarinnar Flott var að skrá sig inn á miðilinn í fyrsta skipti, langt á eftir flestum öðrum. Við leitum svara við þessum stóru spurningum hjá henni.
    7 May 2024, 5:03 pm
  • 55 minutes 29 seconds
    Vargöld í rappheimum: Drake & Kendrick, list í heita pottinum
    Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að opna Genius.com til að skilja rapptexta, skilja samhengi. Það er beef í rappheimum Vestanhafs, og að þessu sinni eru það Kendrick Lamar og Drake sem fljúgast á. En hvers vegna eiga þeir í útistöðum? Hvað gerðist? Hvar endar þetta? Við kryfjum ríginn milli Drake og Kendrick ásamt Gissuri Ara sem er búinn að vera fylgjast afar grannt með málum. Að einhverju leyti er hundasundið orðið nokkuð hversdagslegt. Ég ranka reglulega við mér og spyr mig: „hvað er ég eiginlega að gera og hvernig á ég að fara að því?“Svo segir í kynningartexta fyrir myndlistarsýninguna “Á tæpasta vaði” sem opnuð var á fimmtudaginn í síðustu viku. Um er að ræða samsýningu sjö ungra listamanna - en það sem er óvenjulegast við þessa sýningu er sennilega staðsetningin. Við höldum út fyrir hvíta veggi gallerýsins, út í bleytuna, í dáðasta almenningsrými þjóðarinnar, sundlaugina. Vesturbæjarlaug nánar tiltekið.
    6 May 2024, 5:03 pm
  • 55 minutes 7 seconds
    Stúdentamótmæli, Skvíz, Draumar, konur og brauð
    Bandaríkin búa yfir langri og djúpri sögu stúdentamótmæla, og nú stendur yfir sérstaklega áberandi mótmælaalda. Stúdentar víða um landið hafa slegið upp tjaldbúðum og krefjast þess að skólayfirvöld rjúfi tengsl við Ísrael. Emil Dagsson er doktorsnemi í hagfræði, og stundar nú rannsóknir við Brown háskóla í Providence í Rhode Island fylki. Hann fór yfir stöðuna með okkur. Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, hefur verið að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Skvíz, en um er að ræða nýja örseríu frá Sjónvarpi Símans. Um þessar myndir er myndin Draumar, konur og brauð í sýningu í Bíó Paradís. Myndin fléttar saman viðtölum við leikinn söguþráð; sagan af sýni sem þarf að sækja fyrir Hafrannsóknarstofnun og handrit sem þarf að drífa sig að klára fyrir Sólstöðuhátíð á Arnarstapa, fléttast saman við heimsóknir á kaffihús sem rekin eru af konum víðsvegar um landið.Lóa Björk fór í bíó og ræddi við aðstandendur myndarinnar. Lagalisti: The Beach Boys - Student Demonstration Time Emitt Rhodes - Somebody Made For Me slummi - trsx
    2 May 2024, 5:03 pm
  • 58 minutes 19 seconds
    Fimm fræknu á Fimmvörðuhálsi, ex.girls klára verkið
    Við ætlum í fjallgöngu. Fjallgöngu sem mögulega breytir öllu. Fimm vinkonur, fimm fræknar, fóru yfir Fimmvörðuháls seinasta sumar. Upptakan hefur setið ónsert í tölvunni síðan í júlí í fyrra. En nú er kominn tími til að skoða hvað gerðist þegar Fimmvörðuháls varð að Everest. Hljómsveitin ex.girls er í hópi áhugaverðustu rafsveita Reykjavíkursenunnar, og eftir margra ára vinnu leit fyrsta plata þeirra í fullri lengd dagsins ljós á seinni hluta síðasta árs. Platan heitir Verk og á henni leitast sveitin við að varpa ljósi á þetta mannlega og þetta hversdagslega, þetta grámyglulega, reglubundna, fallega og þetta íslenska. Guðlaugur og Tatjana litu við í hljóðveri í dag til að klára verkið. Lagalisti: Feel - Robbie Williams Tuscan Leather - Drake Jammin'- Bob Marley Buffalo Soldier - Bob Marley Fjallganga - Egill Ólafsson ex.girls - Æð ex.girls - 90 Oktan ex.girls - Hundrað í hættunni ex.girls - Vont er það venst ex.girls - Innri ytri ex.girls - Drepa mann ex.girls - Manneskja ex.girls - Halda áfram
    30 April 2024, 5:03 pm
  • 55 minutes 5 seconds
    Gullslegnir útlagar, DJ Shadow, listamenn í forsetaframboði
    Listafólkið Snorri Ásmundsson og Elísabet Jökulsdóttir eiga það sameiginlegt að hafa boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Snorri árið 2004 og Elísabet árið 2016. Elísabet stofnaði Mæðraveldi og fór á puttanum að safna undirskriftum, Snorri lenti í fjölmiðlaskandal sem sneri að fortíð hans. Að gefnu tilefni rifjum við upp framboðstímana. Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, fjallar um bandaríska plötusnúðinn DJ Shadow, sem hefur boðað komu sína hingað til lands í sumar. Útlagar eftir Einar Jónsson þykir brautryðjendaverk í íslenskri höggmyndasögu. Verkið hefur staðið við Hólavallakirkjugarð, á horni Hringbrautar og Suðurgötu, í um sextíu ár. Í síðustu viku var styttan spreyuð með gullhúð. Við ræddum málið við Jón Proppé, listheimspeking og gagnrýnanda.
    29 April 2024, 5:03 pm
  • 55 minutes 51 seconds
    Fórnarlamb í einkaþotu, Vangadans, Hljóðið, Einskonar ást
    Hljóðið nefnist ný tónlistarhátíð sem verður haldin í miðbæ Reykjavíkur í fyrsta sinn síðar í vikunni. Viðburðurinn er hugsaður sérstaklega fyrir ungmenni, og skipulagður af þeim Önnu Eir Uggadóttur, Atlas Njálssyni og Hróa Sigríðar sem öll eru í tíunda bekk. Við slógum á þráðinn til þeirra til að forvitnast um framtakið. Á dögunum sendi Taylor Swift frá sér plötuna Tortured Poets Department. Platan sló met á Spotify og var mikið lagt í markaðssetningu hennar. Við veltum fyrir okkur póstfeminisma og fórnarlambinu á einkaþotunni með Katrínu Pálma Þorgerðardóttur. Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í nýja íslenska kvikmynd, Einskonar ást. Vinirnir Hákon Örn Helgason og Inga Steinunn Henningsdóttir, sviðshöfundar og grínistar, kíktu í heimsókn og sögðu frá uppistandssýningunni Vangadans sem þau verða með í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudaginn.
    24 April 2024, 5:03 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2024. All rights reserved.