Lestin

RÚV

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags alla virka daga kl. 17.03.

  • 56 minutes 56 seconds
    Grænlandsórar Trump, bíslagið, Futuregrapher, Elvis
    Í gær og í dag hafa fjölmiðlar fjallað mikið um hugmyndir Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um innlimun á Grænlandi inn í Bandaríki Norður Ameríku, annaðhvort með góðu eða illu. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur kemur í Lestina og ræðir nýlenduhugmyndir, stóveldapólitík og framtíðina í alþjóðastjórnmálum. Hermann Stefánsson rithöfundur flytur okkur pistil í Lestinni í dag, þetta er fyrsti pistilllinn í röð sem hann hefur gefið yfirskriftina Bíslagið. Hvað hugsar maður um í bíslagi? Það er spurning dagsins hjá Hermanni. Gömul klukka, dystópískur skáldskapur og draumar um veruleika koma meðal annars við sögu. Við minnumst raftónlistarmannsins Árna Grétars Jóhannessonar, betur þekktur sem Futuregrapher, en í byrjun vikunnar bárust fréttir af sviplegu andláti hans. Og við fögnum líka tveimur meisturum sem voru báðir fæddir þennan dag, 8. janúar, með tólf ára millibili.
    8 January 2025, 5:03 pm
  • 57 minutes 4 seconds
    Raddþjálfari vampíru, gallabuxur Magnúsar Carlsen, Metta-sport
    Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Þetta helst um hraðan vöxt tískumerkisins Metta-sport hér á Íslandi. Við veltum fyrir okkur tísku, kósígöllum og áhrifavöldum. Björn Þorfinnsson, skákáhugamaður og ritstjóri DV ræðir stöðu Magnúsar Carlsen í skákheiminum. Á dögunum var honum vísað af móti fyrir að vera í gallabuxum. Ásgerður Júníusdóttir, söngkona, hjálpaði Bill Skarsgård að verða Orlok-greifi í kvikmyndinni Nosferatu. Hún segir frá því hvernig þau þjálfuðu rödd Bill þannig að honum tókst að lækka hana um áttund og túlka vampíruna sem er meira en þúsund ára gömul.
    7 January 2025, 5:03 pm
  • 56 minutes 53 seconds
    Nosferatu, draugalistamennirnir snúa aftur, grænlenskur trommudans
    Á jóladag var nýjasta kvikmynd leikstjórans Robert Eggers frumsýnd í Bandaríkjunum. Hryllingsmyndin Nosferatu með Lily Rose Depp í aðalhlutverki. Nú er hún líka komin í bíó á Íslandi og hægt að fara og láta sér líða illa og ónotalega. Myndin er endurgerð á samnefndri mynd þýska leikstjórans Murnau frá 1922 - sem var síðan endurgerð af samlanda hans Werner Herzog árið 1979 - og allt er þetta byggt á skáldsögu Bram Stoker um drakúla greifa. Eggers er þekktur fyrir að leggja mikla áherslu á sögulega nákvæmni í myndum sínum en myndin gerist um vetur í skáldaða bænum Wisburg í þýskalandi, árið 1838. Á morgun kemur út bókin Mood machine, Stemningsvélin - uppgangur Spotify og verð hins fullkomna spilunarlista eftir blaðakonuna Liz Pelly. Einn kafli úr bókinni birtist í tímaritinu Harpers fyrir jól og varpaði nýju ljósi á eina lífseigustu samsæriskenninguna um skítlega viðskiptahætti streymisrisans Spotify, draugalistamennina svokölluðu. Við höfum fjallað um þetta fyrirbæri nokkrum sinnum í Lestinni undanfarin 5 ár en nú viðrðast komnar sannanir fyrir því að Spotify græði á gervilistamönnum sem fylla marga spilunarlista streymisþjónustunnar. Við ræðum við Árna Matthíasson tónlistarblaðamann. Við fáum líka sendingu frá Katrínu Helgu Ólafsdóttur, tónlistarkonu. Hún ræðir við grænlensku tónlistarkonuna og trommudansarann Nuka Alice.
    6 January 2025, 5:03 pm
  • 54 minutes 14 seconds
    2 January 2025, 5:03 pm
  • 54 minutes 9 seconds
    Menningarárið 2024 - seinni hluti
    Víðsjá og Lest setjast niður í hljóðstofu og rifja upp árið 2024.
    30 December 2024, 5:03 pm
  • 54 minutes 17 seconds
    Jólaþáttur Lestarinnar
    Kristján og Lóa Björk eru komin í jólaskapið og er Lestin í dag tileinkuð jólatónlist. Tónlistarmennirnir og plötusnúðarnir Ívar Pétur og Örvar úr FM Belfast eru miklir jólalagafíklar. Þeir mæta í hljóðverið með jólaplötusafnið sitt og þeyta skífum í þætti dagsins.
    19 December 2024, 5:03 pm
  • 54 minutes 42 seconds
    Ekki vera Gólem
    Steinar Bragi er í miklu uppáhaldi hjá stjórnendum Lestarinnar. Fyrir jólin hann frá sér nýja framtíðarskáldsögu, þá þriðju í röð. Bókin nefnist Gólem og fjallar um unga konu sem hefur það að atvinnu að deyja. Með dauða sínum bjargar hún ríkasta fólki heims frá slysum eða árásum, og lengir þannig ævi þess. Steinar Bragi sest niður með Lóu og Kristjáni og ræðir Gólem, gervigreind, fyrirtækjaræði, stöðu bókmennta og af hverju allar bækurnar hans eru sú síðasta.
    18 December 2024, 5:03 pm
  • 52 minutes 36 seconds
    Leið 4
    Í byrjun desember í fyrra vörðum við heilum degi um borð í leið 4, strætó sem keyrir úr Mjódd niður á Hlemm um Breiðholtið. Í dag heyrum við sögur fólks sem ferðaðist með vagninum síðastliðin föstudag. Strákur á leið að fá sér drekatattú, stuðningsfulltrúi á leið heim úr vinnu, Venesúelskur söngvari á leið til sálfræðings og danskur kökuskreytingameistari situr undir stýri. Í Lestinni í dag endurflytjum við einn af okkar uppáhaldslestarþáttum.
    17 December 2024, 5:03 pm
  • 52 minutes 34 seconds
    Þau sjá okkur ekki í myrkrinu, japanska nýbylgjan, sovéskar röntgenplötur
    Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur, segir frá nýju útvarpsverki Þau sjá okkur ekki í myrkrinu, sem verður flutt á Rás 1 um jólin. Verkið er skáldverk byggt á viðtölum við tvo Palestínumenn, Fadia og Ahmed, sem eru bæði búsett hér á landi. Þórður Ingi Jónsson fjallar um japönsku nýbylgjuna í kvikmyndagerð út frá myndunum Pale Flower og Woman in the Dunes. Og svo fáum við sendingu frá raftónlistarmanninum Jónasi Þór Guðmundssyni. Hann segir frá sovésku fyrirbæri, því þegar fólk greip til þess að nota röntgen myndir til að gera vínyl-plötur.
    16 December 2024, 5:03 pm
  • 53 minutes 14 seconds
    Svörtu Sandar gagnrýni, I Adapt snýr aftur
    Í október hófst önnur sería af Svörtu Söndum, spennuþáttaráð úr smiðju Baldvins Z. Aldís Amah Hamilton fer aftur með hlutverk lögreglukonunnar Anítu en þættirnir gerast rúmu ári eftir atburði fyrri seríunnar. Brynja Hjálmsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar fer í saumana á Svörtu Söndum. Harðkjarnapönksveitin I Adapt er snúin aftur. Hljómsveitin var ein aðaldriffjöður pönksenunnar í Reykjavík á fyrsta áratug aldarinnar: reið, pólitísk og ógnarþétt á tónleikum. Birkir og Ingi Þór úr I Adapt setjast niður með Kristjáni og segja frá tónleikum sem þeir halda í Iðnó um helgina. Þar verður ábyggilega moshpittur og öskursungið með slagaranum Sparks.
    12 December 2024, 5:03 pm
  • 54 minutes 50 seconds
    Persepólis, Luigi Mangione, þjóð er bókaklúbbur
    Hinn 26 ára Luigi Mangione var handtekinn í Pennsylvaniu í fyrradag og sakaður um kaldrifjað morð á forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna í síðustu viku. Allt frá því að morðið átti sér stað hefur honum verið hampað sem hálfgerðri alþýðuhetju á internetinu, og ekki minnkaði aðdáunin eftir að myndir af honum fóru í dreifingu. Kristján og Lóa ræða aftengingu á samfélagsmiðlum, meme, fallega glæpamenn og djúpstæða reiði bandarísku þjóðarinnar. Persepólis er einhver þekktasta myndasaga síðari ára. Þetta er uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi þar sem spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman. Lóa ræðir um írönsku byltinguna, klerkastjórnina og Persepólis við Kjartan Orra Þórsson, Íransfræðing. "Ef hér er eitthvað til sem heitir þjóð þá er hún kannski eins konar bókaklúbbur, fólk sem les, ræðir lesefnið, kemst að sameiginlegum skilningi og snýr sér þá að næstu bók." Þetta segir Haukur Már Helgason meðal annars í síðasta pistli sínum um upplýsingaóreiðu í Lestinni þetta haustið.
    11 December 2024, 5:03 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.