Frjálsar hendur

RÚV

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  • 50 minutes
    Illugasaga Tagldarbana
    Eins og venjulega þegar um fyrsta þátt ársins er að ræða lýkur honum á því að lokalag þáttarins er leikið í fullri lengd, Adagio í g-moll eftir Remo Giazotto, þó oft sé það kennt tónskáldinu Albinoni. Fram að því les umsjónarmaður úr sannkallaðri tröllasögu, Illugasögu Tagldarbana, en hún var skrifuð í stíl Íslendingasagna en sennilega nokkrum öldum á eftir þeim. Ekki skortir viðburði því tröll, forynjur og skrímsli leggja hvert af öðru snörur sínar fyrir hinn hugprúða Illuga.
    5 January 2025, 11:10 pm
  • 50 minutes
    29 December 2024, 11:10 pm
  • 49 minutes 59 seconds
    Arabíska barnæskuguðspjallið
    Í þessum þætti les umsjónarmaður jólaguðspjallið en þó ekki hið alkunna jólaguðspjall Lúkasar heldur frásögn af fæðingu og fyrstu dögum Jesú sem er að finna í hinu svonefnda Arabíska barnæskuguðspjalli, sem er - þrátt fyrir nafnið - kristið verk frá því á 5. öld. Frásögnin er ítarlegri en hjá Lúkasi og þarna kemur fram að Jesúbarnið var strax við fæðingu farið að gera kraftaverk og lækna margvíslega sjúkdóma, allt frá holdsveiki til getuleysis, og rak út illa anda í stórum stíl.
    25 December 2024, 11:10 pm
  • 50 minutes
    15 December 2024, 11:10 pm
  • 50 minutes
    8 December 2024, 11:10 pm
  • 50 minutes
    1 December 2024, 11:10 pm
  • 49 minutes 59 seconds
    24 November 2024, 11:10 pm
  • 48 minutes 46 seconds
    17 November 2024, 11:10 pm
  • 50 minutes
    Norman Lewis 5
    Á árinu 2023 las umsjónarmaður Frjálsra handa í nokkrum þáttum úr stórmerkilegum endurminningum bresks dáta sem var í herliði því sem tók Napólí úr höndum þýskra nasista og ítalskra fasista haustið 1943. Frásögnin er óvenju hreinskilin og einlæg um vandamálin sem við blöstu í hinni hernumdu borg, og hér verður enn gluggað í bókina og sagt frá því hvernig bresku hernámsyfirvöldin reyndu að finna sér leið um margflókið ítalskt samfélag, gegnsýrt af fasisma og mafíustarfsemi.
    10 November 2024, 11:10 pm
  • 50 minutes
    Guðrún á Taðhóli 2
    Fyrir nokkrum vikum las umsjónarmaður úr æviminningum Guðrúnar Guðmundsdóttur (1863-1946) sem komu út undir nafninu Minningar frá Hornafirði. Hér er haldið áfram í sama dúr, Guðrún segir frá því sem hún og fjölskylda hennar fengust við í lífinu og meðal annars er hér að finna næsta dramatíska frásögn af missi tveggja bræðra Guðrúnar.
    3 November 2024, 11:10 pm
  • 49 minutes 59 seconds
    Bréf til Láru 2
    Hér er framhald af síðasta þætti, þar sem umsjónarmaður las úr Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson en 100 ár eru liðin frá útkomu hennar. Sem fyrr er það hinn óviðjafnanlegi texti Þórbergs sem fær að njóta sín í sprellfjörugum frásögnum um ævi hans og raunar flest milli himins og jarðar.
    27 October 2024, 11:10 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.