Morgunútvarpið

RÚV

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Hulda Geirsdóttir og Sigmar Guðmundsson.

  • 1 hour 52 minutes
    8. jan. -Varnarmál, pólitík, ritskoðun Meta o.fl.
    Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar en stefnt að því að fyrsti leiðangur til loðnurannsókna á þessu ári hefjist um eða upp úr næstu helgi. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins. Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, ræðir við okkur um aukinn áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi og öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Við höldum áfram að ræða stöðuna í stjórnmálunum, í þetta skiptið við Ingibjörgu Isaksen, þingmann Framsóknar, og Guðbrand Einarsson, þingmann Viðreisnar. Ljósufjöll halda áfram að bæra á sér. Í nótt varð jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist við Grjótárvatn. Hvað vitum við um þetta kerfi og hvað gæti verið í vændum? Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði kemur til okkar. Tryggvi Freyr Elínarson hjá Datera spjallar við okkur um breytingar sem Mark Zuckerberg kynnti á ritskoðun Meta í gær. Tónlist: Júníus Meyvant - When you touch the sky. Hljómar - Ég elska alla. Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn. Paul Simon- You Can Call Me Al. Metronomy - The Look. Sébastien Tellier - Divine. Grace, Kenya - Strangers.
    8 January 2025, 7:03 am
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.