Rabbabari

RÚV

Er til partý sem er ekki hiphop partý? Leikmenn úr rappdeild Íslands teknir á beinið, feitir taktar- feitur bassi, hvað er nýtt og hvað er orðið gamalt? Ef þú vilt vera með á nótunum, þá verður þú að hlusta.

  • 1 hour 35 minutes
    Rabbabari - 4.þáttur
    Í síðasta upprifjunarþætti af Rabbabara höldum við áfram að fara yfir lögin sem voru að slá í gegn á þessum tíma, ræðum hvernig stemmningin var í kringum þau og hlustum einnig á gömul viðtöl úr þáttunum við áhugaverða einstaklinga sem kíktu í heimsókn. Umsjón: Atli Már Steinarsson & Salka Sól Eyfeld.
    30 September 2023, 7:23 pm
  • 1 hour 35 minutes
    Rabbabari - 3.þáttur
    Við höldum áfram að fara yfir hápunkta þessa tíma, hlustum á eins mikið af feitum lögum og komast að á einum og hálfum tíma en veljum líka nýtt feitt lag á mann. Umsjón: Atli Már Steinarsson & Salka Sól Eyfeld
    23 September 2023, 7:23 pm
  • 1 hour 35 minutes
    Rabbabari - 2.þáttur
    Í öðrum þætti setjumst við niður og reynum að einbeita okkur að því sem var að gerast á Íslandi á þessum tíma, enda var nóg um að vera og að koma út. Við reynum að spila sem mest af tónlist til að komast yfir sem flesta smelli sem gjörsamlega runnu út meðan þátturinn var að stíga sín fyrstu skref og það var verkefni útaf fyrir sig að reyna að komast yfir það allt og hlusta, meta og raða upp í nýjan þátt í hverri viku. Við heyrum líka klippu frá því þegar Ásdís María kom til okkar árið 2016 og sagði okkur frá einu af sínum uppáhalds lögum. Umsjónafólk: Atli Már Steinarsson & Salka Sól Eyfeld.
    16 September 2023, 7:23 pm
  • 1 hour 35 minutes
    Rabbabari - 1.þáttur
    Við setjumst niður og rifjum upp þegar við byrjuðum með þáttinn árið 2016. Heyrum klippu þar sem Jóhanna Rakel kom til okkar sem gestur og hvað hún var að leyfa okkur að heyra, ásamt því auðvitað að spila eins mikið af risa smellum þessa tíma. Feitt á mann mætir aftur á svæðið þar sem við reynum að velja einhver af okkar uppáhalds lögum frá þessum tíma. Umsjónafólk: Atli Már Steinarsson & Salka Sól Eyfeld.
    9 September 2023, 7:23 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.