Rokkland

RÚV

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

  • 1 hour 50 minutes
    Eru þetta bestu lögin 2024?
    Í fyrsta Rokklandi ársins er boðið upp á lög sem eru kannski „bestu lög síðasta árs“ - en ekkert endilega – þetta er allt bundið við smekk þess sem hlustar – eða hvað? Ólafur Páll ætlar samt sem áður að spila lög sem honum þykja standa uppúr eftir árið, – íslensk og erlend og honum til aðstoðar er Birgir Örn Steinarsson sem heldur úti ásamt félaga sínum tónlistarsíðu á Facebook sem heitir Nýleg íslensk tónlist. Hann setti líka saman lagalista á Spotify um áramótin með 100 íslenskum lögum sem honum finnst standa uppúr eftir árið og heitir íslenskt / best 2024.
    5 January 2025, 4:05 pm
  • 1 hour 49 minutes
    Mannakorn - í Gegnum tíðina (1977)
    Í þessu síðasta Rokklandi ársins ætlum við að endurflytja þátt frá árinu 2019 þar sem gestirnir eru þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson, Mannakorn, í tilefni af því að Magnús hlaut á dögunum fyrstur manna, þakkarorðu íslenskrar tónlistar. Magnús hlaut viðurkenninguna á degi íslenskrar tónlistar (1. desember sl) á tónleikum sem voru haldnir honum til heiðurs og voru sýndir í Sjónvarpinu núna um jólin. Plötur Mannakorna eru níu talsins og sú síðasta kom út fyrir áratug og heitir Í núinu. En 1977 kom önnur plata Mannakorna út, platan Í gegnum tíðina sem hefur að geyma perlur eins og Garún, Sölvi Helgason, Braggablús, Göngum yfir brúna og Gamli góði vinur. Þeir Mannakorns foringjar Magnús og Pálmi komu í heimsókn í Rokkland árið 2019 til að hlusta með okkur á alla plötuna og segja okkur frá og við endurtökum þennan þatt í dag.
    29 December 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 51 minutes
    Jólagestir kveðja
    Síðustu jólagestatónleikar Björgvin Halldórssonar eru framundan næsta laugardag í Laugardalshöll. Þetta byrjaði allt með fyrstu jólagestaplötunni árið 1987. Eða byrjaði þetta þegar Björgvin var í Hljómum fyrir 50 árum og söng um Snæfinn snjókarl? Björgvin er mikill jólamaður og framkvæmdamaður. Hann er vissulega söngvarinn úr Hafnarfirði, en hann hefur líka verið útvarpsstjóri og sjónvarpsstjóri, upptökustjóri platna og útgefandi og margt fleira. Hann er jólakóngurinn, hefur gert flestar jólaplötur og haldið stærstu jólatónleikana. Björgvin er jólagestur Rokklands í dag og við ætlum að tala um söguna, líta yfir farinn veg og spila jólamúsík með jólagestum Björgvins.
    15 December 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 50 minutes
    Gummi Pé og Aðventugleði Rásar 2
    Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á BÆÐI – jólalög og ójólalög. Við ætlum að sigta út tónlistaratriðin úr Aðventugleði Rásar 2 sem fór fram á föstudaginn en þá heimsóttu Rás 2 stelpurnar í Ylju, Sigurður Guðmundsson, Snorri Helgason og Emmsjé Gauti, JólaJazzkonur og Bogomil Font, og Borgardætur og Eyþór Gunnarsson. Guðmundur Pétursson gítarleikari og lagasmiður, tónskáld og söngvari var að senda frá sér plötuna Wandering beeings - fyrsta platan hans þar sem hann er að syngja. Guðmundur hefur árum og áratugum saman verið einn eftirsóttasti gítarleikari landsins, spilað með Bubba og Megasi, Memfismafíunni, Baggalúti, Vinum Dóra, konunni sinni Ragheiði Gröndal, Ný Dönsk, Stuðmönnum ofl.
    8 December 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 48 minutes
    The Cure, Do they know it´s christmas, Þorsteinn Eggertsson og Magnús Eiríksson
    ***Í dag er dagur íslenskrar tónlistar og tveir heiðursmenn sem heiðraðir voru í dag koma aðeins við sögu í Rokklandi vikunnar. Annars vegar textaskáldið Þorsteinn Eggertsson sem hlaut Heiðursmerki Stefs í dag en hann á um það bil 500 texta hjá Stefi. Þorsteinn samdi texta eins og Gvendur á eyrinni, Ég elska alla, Slappaðu af, Er hann birtist, Himinn og jörð, Heim í Búðardal, Söngur um lífið, og jólatexta eins og Hátíðarskap, Fyrir jól, og Þorláksmessukvöld. ***Magnús Eiríksson var sæmdur þakkarorðu íslenskrar tónlistar í dag fyrstur manna og hann kemur við sögu í þættinum. ***Enska hljómsveitin The Cure var að senda frá sér plötuna Songs of a lost world sem er fyrst aplata hljómsveitarinnar í heil 16 ár. Þetta eru stórtíðindi þar sem héldu að það kæmi aldrei plata frá hljómsveitinni meir. Hún gerði sér lítið fyrir og smellti sér í toppsæti vinsældalistanna bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir Biggi og Palli úr Maus, Birgir Örn Steinarsson og Dr. Páll Ragnar Pálsson koma í heimsókn og tala um Cure og nýju plötuna sem hefur verið að fá aldeilis frábæra dóma. ***Og svo er það lagið Do they know it´s christmas sem fyrst var gefið út fyrir 40 árum til styktar hungruðum heimi, fólki í Eþíópíu sem var að deyja úr hungri á sjónvarpsskjáum vesturlandabúa. Það var að koma út ný útgáfa laf laginu þar sem nouð eru brot úr upphaflega útgáfunni frá 1984 – en líka útgáfunum sem komu út á 20 og 30 ára afmælinu. Thom Yorke spilar á píanó, Paul McCartney á bassa og Roger Taylor úr Queen á trommur- og svo syngja t.d. Bono, Dido, Ed Sheeran, Paul Weller, Simon le Bon, Sinéad O´Connor, Chris Martin, Seal og svo framvegis. Lagið sömdu þeir Bob Geldof og Midge Ure úr Ultravox sem hefur t.d. staðið á sviði með Todmobile í Hörpu. Sitt sýnist hverjum um ágæti lagsins og framtaksins. Við skoðum þetta aðeins í þættinum.
    1 December 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 48 minutes
    Draumanikkan, norskt kvenlegt feminista blackmetal, Evan Dando í Madrid og erlendir gestir á Airwaves
    *Við förum bakviðs með Andrea Frey Viðarssyni í Madrid og hittum Evan Dando úr Lemonheads. Andri Freyr Viðarsson gerð sér ferð til Spánar á dögunum til að sjá hann og heyra. ** Við heyrum viðtal við Norsku feminista black-metal hljómsveitina Witch Club Satan sem var hér á Íslandi um daginn, – við náðum þeim á hestbaki. *** Herve Riesen útvarpsstjóri Franska ríkisútvarpsins, FIP, var hér á Iceland Airwaves og segir okkur hvað honum fannst best og áhugaverðast við hátíðina. **** Margrét Arnardóttir er með söfnun fyrir drauma-nikkunni á Karolina fund. Rokkland hitti hana í Ægi 220 í Hafnarfirði í gær í sándtékki fyrir tónleika með Söru Blandon. ***** Sandra Derian er frá San Fransisco. Hún er sannkallaður Íslands-vinur sem kom á fyrstu Iceland Airwaves hátíðina 1999, aftur 2000 og kom svo í þriðja sinn til Íslands 2001 á Reykjavík Mini Festival – þar sem Sigur Rós spilaði t.d.
    24 November 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 46 minutes
    Iceland Airwaves 2024
    Iceland Airwaves fór fram um síðustu helgi og Rokkland var á svæðinu eins og undanfarin 24 ár. Þeir Þorsteinn Stephensen sem var framkvæmdatsjóri Airwaves fyrstu árin og Baldur Stefánsson sem var í Gus Gus á þeim tíma sögðu okkur frá upphafinu í síðasta þætti og þið getið fundið það á ruv.is eða í RÚV spilaranum. En í Rokklandi dagsins heyrum við í ýmsu fólki sem Rokkland rakst á - á Airwaves; Kevin Cole frá KEXP, útvarpsmenn frá ríkisútvarpsstöðvum í Frakklandi og Eistlandi t.d. Fríða Dís kemur við sögu, Pétur Ben og gítarmaðurinn Reynir Snær sem spilaði með ýmsum á Airwaves í ár. Og svo eru það Þórhildur og Stefán sem eru í Facebook-grúppu sem heitir ömmur og afar á Airwaves. Þau halda árlega partí á laugardeginum á Airwaves – bjóða hópi af vinum sínum í mat áður en það er lagt í´ann út í kvöldið. Við heyrum brot af tónleikum hátíðarinnar með fólki eins og Elínu Hall, Kælunni Miklu, Úlfur Úlfur, INspector Spacetime ofl.
    17 November 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 49 minutes
    Iceland AIrwaves verður til 1999 - K.Óla - Bubbi dansar
    Tónlistarkonan K. Óla kemur í heimsókn en hún var að senda frá sér plötuna Skiptir mig máli. Hún hefur verið undanfarin ár í tónlistarnámi í Danmörku en var að spila á Airwaves um helgina og það var fullt úr út dyrum á Gauknum og biðröð langt út á götu. Bubbi Morthens var að senda frá sér enn eina plötuna. Sólóplötu númer 37! Fyrsta platan – Ísbjarnarblús kom út 1980, og síðan þá hafa þær komið í löngum röðum. Platan heitir Dansaðu og Arnar Guðjónsson (Leaves) upptökstjóri plötunnar sem búið hefur undanfarið í Malmö í Svíþjóð segir okkur frá vinnunni með Bubba. Og svo kemur annar Arnar í heimsókn líka – Arnar Eggert Thoroddsen og tekur plötuna út. En byrjum aðeins á Airwaves sem fagnar 25 ára afmæli í ár, Við rifjum upp hvernig þessa mikilvæga tónlistarhátíð varð til árið 1999 með tveimur lykilmönnum; Þorsteini Stephensen sem var framkvæmdastjóri hátíðarinnar fyrstu árin og Baldri Stefánssyni sem var í Gus Gus á upphafsárunum.
    10 November 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 50 minutes
    Meddi Sinn - The Cure - Iceland Airwaves 2024
    Iceland Airwaves er núna í vikunni – fimmtudag- föstudag og laugardag á 6 tónleikastöðum í Reykjavík og hljómsveitir og listamenn eru næstum 100 talsins. Í Rokklandi vikunnar heyrum við músík með fólki sem er að spila á Airwaves í ár. Meddi sinn er Þorsteinn Einarsson – Steini Hjálmur. Meddi Sinn var að senda frá sér plötuna Love after death sem er öll sungin á ensku – allt ný lög fyrir utan eitt sem er endurgert mjög vinsælt Hjálma-lag. Svo var hljómsveitin The Cure að senda frá sér plötuna Songs of a lost world. Hún kemur aðeins við sögu.
    3 November 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 52 minutes
    Gulli og Halli Reynis, Dr. Gunni og Paul D´ianno
    Í Rokklandi dagsins er þrennt á dagskrá. Gulli Reynis – tvíburabróðir Halla Reynis segir frá nýju plötunni sinni þar sem hann syngur lögin hans Halla bróðir síns sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Halli Reynis gaf út 9 stórar plötur meðan hann lifði. Hljómsveitin Dr. Gunni var að gefa út plötuna – Er ekki bara búið að vera að gaman. Gunnar Lárus, Dr. Gunni sjálfur kemur í heimsókn og ræðir um lagasmíðar, Bítla og Bonobo apa. En við tökum líka ofan fyrir föllnum meistara – Paul D´ianno lést í vikunni, en hann var söngvari Iron Maiden þegar hljómsveitin sló í gegn á sínum tíma og syngur á fyrstu tveimur plötunum sem mörgum af fyrstu aðdáendum Járnfrúarinnar finnst alltaf bestu plötur þessarar mögnuðu hljómsveitar.
    27 October 2024, 4:05 pm
  • 1 hour 53 minutes
    Kris Kristofferson 1936-2024
    Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Krist Kristofferson lést í vikunni sem leið 88 ára að aldri. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu á Hawaii. Kristofferson átti viðburðarríka ævi og gegndi mörgum fjölbreyttum hlutverkum á ævi sinni. Hann flaug herþyrlum, vann sem verkamaður þegar hann var yngri, lék í mörgum bíómyndum, samdi lög og spilaði og söng. Hann var mikill töffari og sjarmur, mjúkur töffari með blik í auga. Hann kom þrisvar til Íslands til að spila og áður en hann kom hingað 2004 spjallaði Ólafur Páll ölluðum við Kris í síma og það samtal verður rifjað upp í þættinum í Rokklandi vikunnar.
    20 October 2024, 4:05 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.