Náttúrulaus

RÚV

Náttúrulaus er sex þátta sería í umsjón Sigrúnar Eirar sem fjallar um hinar ýmsu hliðar umhverfismála þar sem rauði þráðurinn er umhverfisvitund og einstaklingurinn. Hver þáttur hefur ákveðið þema og gestir deila sinni reynslu og vandamálum sem koma upp þegar leitast er eftir umhverfisvænum leiðum í daglegu lífi. Ekki er leitast við að svara heimsins stærstu spurningum en í staðinn er því velt upp hvað einstaklingurinn getur lagt af mörkum í hinu stóra samhengi. Einnig verða birtar greinar á netsíðu RÚV Núll þar sem hægt er að skoða heimildir þegar fjallað er um greinar, vísindalegar rannsóknir og athuganir. Þar verður einnig hægt að finna tengla á verkefni eða forvitnilegar greinar sem snúa að umhverfismálum.

© MoonFM 2025. All rights reserved.