Hvað er að frétta?

RÚV

Hvað er að frétta? er vikulegur þáttur í umsjón Helgu Margrétar Höskuldsdóttir þar sem hún fer yfir heitustu málefni vikunnar með góðum gestum.

  • 22. - 29. maí
    Gestir í þessum síðasta þætti fyrir sumarfrí eru Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, formaður Ungra Evrópusinna, og Karen Björg Þorsteinsdóttir, góðvinur þáttarins. Þær ræða kosningar á Evrópuþingið sem fóru fram fyrir helgi sem og afhjúpunina á Twitter notandanum Boring Gylfi Sig sem reyndist vera leikarinn Þórir Sæmundsson.
    29 May 2019, 9:00 pm
  • 15. - 22. maí
    Gestir vikunnar eru Samúel Karl Ólason og Geir Finnsson, Game of Thrones sérfræðingar með meiru. Meðal umræðuefna þessa vikuna eru auðvitað endalok Game of Thrones, Palestínufánasveiflur Hatara á lokakvöldi Eurovision og málþóf Miðflokksmanna á Alþingi.
    22 May 2019, 9:00 pm
  • 8. -15. maí
    Gestir vikunnar eru Lovísa Rut Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona og bókmenntafræðingur, og Ísak Hinriksson, alþýðumaður. Þau spá í spilin fyrir Eurovision og velta fyrir sér skaðabótakröfum í Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
    15 May 2019, 9:00 pm
  • 1. - 8. maí
    Gestir vikunnar eru Silja Rán Arnarsdóttir, lögfræðingur, og Tómas Guðjónsson, upplýsingafulltrúi og aðstoðarmaður þingsflokks Samfylkingarinnar. Þau ræða mál Neytendastofu gegn meintum duldum auglýsingum Páls Óskars og Emmsjé Gauta og þungunarrofsfrumvarpið sem heitar umræður hafa skapast um á Alþingi.
    8 May 2019, 9:00 pm
  • 24. apríl - 1. maí
    Gestir vikunnar eru Kristín Ólafsdóttir blaðamaður og Guðmundur Felixson sviðshöfundur þau ræða heitustu mál vikunnar, nýjar vendingar í Klaustursmálinu og mjaldur sem gripinn var við strendur Noregs og talið er að stundi njósnastarfsemi fyrir rússneska herinn.
    1 May 2019, 9:00 pm
  • 10. - 17. apríl
    Gestir vikunnar eru Margrét Helga Erlingsdóttir, blaðamaður á Vísi, og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, laganemi. Umræðuefni vikunnar eru hræðilegur bruni Notre Dame kirkjunnar í París og handtaka Julian Assange, stofnanda Wikileaks.
    17 April 2019, 9:00 pm
  • 3. - 10. apríl
    Gestir vikunnar eru Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi og afþreyingariðnaðarsérfræðingur og Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðinemi og stjórnarmeðlimur í Ungum Evrópusinnum. Þau ætla að ræða heitasta mál vikunnar, þriðja orkupakkann, og svo auðvitað Game of Thrones sem byrjar aftur á sunnudaginn.
    10 April 2019, 9:00 pm
  • 27. mars - 3. apríl
    Gestir vikunnar eru Snorri Másson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Karen Björg Þorsteinsdóttir, uppistandari. Við ræðum misvel heppnuð aprílgöbb sem litu dagsins ljós á mánudag sem og kjaraviðræðurnar sem eitthvað virðist vera farið að sjá fyrir endann á.
    3 April 2019, 9:00 pm
  • 20.-27.mars
    Gestir vikunnar eru þau Jóel Ísak Jóelsson, viðskiptajöfur og áhugamaður um flugfélög, og Inger Erla Thomsen, aktívisti og stjórnmálafræðinemi. Þau ræða bæði risamál vikunnar sem er auðvitað mögulegt gjaldþrot Wow air og svo umhverfsimálin sem hafa verið áberandi síðustu vikur eftir sýningu þáttarins Hvað höfum við gert?
    27 March 2019, 9:00 pm
  • 13.-20.mars
    Gestir vikunnar eru þau Jóna Þórey Pétursdóttir, meistaranemi í lögfræði og nýkjörinn forseti stúdentaráðs, og Eiríkur Búi Halldórsson, stjórnmálafræðinemi og glímuáhugamaður. Þau ræða meðal annars dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku og varð til þess að Sigríður Á. Anderssen, nú fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér og bardaga Gunnars Nelson sem fram fór um helgina.
    20 March 2019, 9:00 pm
  • 6.-13.mars
    Hvað er að frétta? er komið aftur eftir örstutt vikufrí en gestir þáttarins eru Una Stefánsdóttir, tónlistarkona, og Sigurður Bjartmar Magnússon, fyndnasti háskólaneminn. Þau ræða meðal annars ásakanir á hendur Michael Jackson um barnaníð sem hafa komist í hámæli í vikunni, um mótmæli hælisleitenda við Austurvöll og viðbrögð lögreglunnar við þeim.
    13 March 2019, 9:00 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.