Styddu frjálst hlaðvarp með Aur eða Kass í síma 661-4648.
www.patreon.com/skodanabraedur
Þessi þáttur er með skýran ásetning: Að fá þig, kæri hlustandi, til þess að gleypa appelsínugulu pilluna og uppgötva undursemdina sem Bitcoin er.
Þetta er fyrir the tourist and the purist. Þú þarft ekki að vita neitt um peninga eða Bitcoin til þess að njóta. Gakktu inn með opinn huga og þú munt sannarlega fá að vita fullt um peninga og Bitcoin.
Eiríkur Magnússon, einnig þekktur sem Ishmael á X, er einn helsti talsmaður austurrískrar hagfræði og Bitcoin á Íslandi. Hann starfar sem forritari í Kaupmannahöfn.
Þátturinn er strúktúreraður þannig að fyrst tölum við um hvað peningar eru, síðan er það Bitcoin, og síðan er það austurríska hagfræðin.
Bækur sem eru nefndar:
The Bitcoin Standard - Saifedean Ammous.
Principles of Economics - Saifedean Ammous.
Man, Economy, and State with Power and Market - Murray Rothbard.
Jack Mallers í podcastinu hans Rick Rubin (Tetragrammaton).
Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
Í byrjun árs 2024 hafði Gunnar Jörgen samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að umturna lífi mínu. Ég svaraði játandi - og þá hófst svakaleg svaðilför.
Til að byrja með hlustuðum við á bókina Change Your Paradigm, Change Your Life eftir Bob Proctor 30 mín á dag 60 daga í röð og töluðum saman í símann á hverju kvöldi um bókina.
Síðan tókum við 110 daga hugleiðsluprógrammið Awakening The Heart Vol. 1. Ein hugleiðsla á dag og alltaf símtal á kvöldin. Eftir það lásum við 30mín í bókinni The Incredible Reality of You 90 daga í röð og héldum áfram að tala í símann á hverjum degi. Síðan tók Awakening The Heart Vol. 2 við. Við kláruðum það núna í desember.
Öll þessi prógröm hafa sannarlega breytt lífum okkar beggja og í þessum þætti greinum við frá þessum breytingum.
Finnið Gunnar Jörgen á TikTok: @gunnar.heartfeltservices
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Bók desembermánaðar er hin eina sanna Ilíonskviða. Hómer skrifaði þessa epík fyrir 2800 árum. Gjörsamlega undursamlegt! Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir okkur í dag?
Vendum kvæði okkar í kross í janúar, bók mánaðarins er:
Play It As It Lays eftir Joan Didion
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Þingmaðurinn Snorri mætir aftur inn ferskur á kanti. Þema þáttarins er vitsmunalegt og andlegt frelsi - hvernig öðlast maður slíkt? Þar að auki er hið stóra ár 2024 gert upp. Menn ársins tilkynntir.
Guð blessi ykkur kæra bræðralag. Eina sem við vitum er að við vitum ekki neitt. Gleðilegt nýtt ár. Megi 2025 færa ykkur miklar blessanir.
The Artist's Way er bók og 12 vikna prógram sem kennir þér að skapa það sem þig langar innst inni að skapa. Við Aron Kristinn Jónasson tókum þetta prógram núna í sumar/haust og það breytti lífum okkar beggja. Í þessum þætti förum við yfir þetta allt saman.
www.patreon.com/skodanabraedur
Síðastliðið ár höfum við Bergþór Másson, Benedikt Andrason, Aron Kristinn Jónasson, Logi Pedro Stefánsson og Völundur Hafstað unnið hörðum höndum að stofnun vörumerkisins Takk takk.
Þessi þáttur segir söguna af því. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Vilhjálmur Árnason prófessor emeritus í heimspeki er djúpur í fræðunum eins og titill hans gefur til kynna.
Á fjörutíu ára ferli sínum hefur hann mikið fjallað um siðfræði: Hvað er rétt og rangt, gott og illt? Hvaðan fáum við þessar hugmyndir? Hvernig hafa þær þróast í gegnum tímann?
Í þessum þætti ræðum við þetta allt saman sérstaklega í samhengi við Forn-Grikkland, Nietzsche, Íslendingasögurnar og annað sem Skoðanabræðralagið kann að meta.
PS.
Glöggir hlustendur þekkja Vilhjálm fyrir að hafa skrifað Við rætur mannlegs siðferðis: Siðagagnrýni og heilræði Friedrich Nietzsche (1991), greinina sem var notuð í hinn víðfræga Nietzsche þátt í fyrra.
Hlustaðu í fullri lengd (90mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Óli Stef handboltahetja segir frá vitsmuna- og andlegu ferðalagi sínu í gegnum lífið. Hvernig á maður að lifa og hvað á maður að gera við sig? Það er farið í þetta. Önnur stikkorð: skólakerfið, Þorvaldur Þorsteinsson, Nietzsche, Jung, Jordan Peterson, ayahuasca, stríðsmaðurinn.
Hlustaðu í fullri lengd (50mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Bret Easton Ellis er bandarískur rithöfundur og podcastari fæddur árið 1964. Hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað American Psycho.
White (2019) eftir hann er bók mánaðarins núna í Nóvember.
Bókin er menningargagnrýni skrifuð í esseyju/memoir formi og má túlka sem nokkurskonar ákall um að fegurðin eigi að þrífast og sjálfsritskoðun þurfi að stöðva.
Bók mánaðarins í Desember er Ilíonskviða eftir Hómer. Spennið beltin!
Hlustaðu í fullri lengd (1 klst og 40 mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Hallgrímur Helgason var að klára 1600 blaðsíðna þríleik sem í stuttu máli fjallar um það hvernig nútíminn kom til Íslands. Hérna vorum við í 1000 ár án drauma og hugmynda - síðan breyttist allt.
Í þessum þætti ræðum við listina, bókmenntirnar, söguna og náttúruna. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
www.patreon.com/skodanabraedur
Sara María er helsti sérfræðingur Íslands í hugvíkkandi efnum og lauk nýlega námi í Transpersonal Psychotherapy við Ubiquity University. Hún rekur Eden Yoga og skipuleggur ráðstefnuna Psychedelics as Medicine sem verður haldin í Hörpu 27. febrúar 2025.
Við förum um víðan völl. Sara segir frá náminu sínu, hvernig maður leiðbeinir fólki í áttina að sínum sannleika, hvað hugvíkkandi efni geta gert fyrir mann - og margt fleira.
Fylgisti með Söru á Instagram: @forynja
Ráðstefnan: https://tix.is/is/harpa/event/17873/psychedelics-as-medicine/
Your feedback is valuable to us. Should you encounter any bugs, glitches, lack of functionality or other problems, please email us on [email protected] or join Moon.FM Telegram Group where you can talk directly to the dev team who are happy to answer any queries.