Viðskiptapúlsinn

ViðskiptaMogginn

Hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál sem tekinn er upp á ritsjórn Morgunblaðsins.

  • 40 minutes 56 seconds
    Viðskiptapúlsinn 77. þáttur
    Í þætti dagsins er rætt um hvort að sérstök glös bæti upplifun af viskídrykkju. Þá er rætt um þróun og horfur á íbúðamarkaði, og verðhækkanir sem þar hafa verið. Einnig er komið inn á tæknifyrirtæki og hæstaréttardómarann Ruth Bader Ginsburg sem féll frá á dögunum.
    23 September 2020, 12:35 pm
  • 31 minutes 56 seconds
    Viðskiptapúlsinn 76. þáttur
    Í þætti dagsins er rætt um mikið aukið peningamagn í umferð, fjallað er um fjarvinnu sem er komin til að vera og mikinn vöxt í óverðtryggðum lánum bankanna. Þá er fjallað um ferðaþjónustu á landsbyggðinni, og minnst á Softbank og hlutafjárútboð Icelandair.
    16 September 2020, 1:56 pm
  • 38 minutes 37 seconds
    Viðskiptapúlsinn 75. þáttur
    Rætt var um skuldakreppu sem gæti verið í vændum, og ummæli Lee Buchheit þar um. Velt var vöngum yfir nýsköpunarumhverfinu hér á landi, og vinnumarkaðnum. Þá kom Pegasus og verkefni í kvikmyndaiðnaði sömuleiðis við sögu í þætti dagsins.
    10 September 2020, 2:28 pm
  • 51 minutes 32 seconds
    Viðskiptapúlsinn 74. þáttur
    Í þætti dagsins er rætt um stöðu Icelandair og væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Þá er farið yfir efnahagsmálin eins og þau koma Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra fyrir sjónir í ítarlegu samtali ViðskiptaMoggans við hann, og rætt er um stöðuna í japönsku þjóð- og efnahagslífi vegna yfirvofandi brotthvarfs forsætisráðherra landsins.
    2 September 2020, 4:08 pm
  • 36 minutes 17 seconds
    Viðskiptapúlsinn, 73. þáttur
    Útboð Icelandair, stýrivaxtaákvörðun, höfuðstöðvar Landsbankans, skráning Unity Software á markað í Bandaríkjunum. Allt á einum stað.
    26 August 2020, 5:02 pm
  • 37 minutes 48 seconds
    Viðskiptapúlsinn, 72. þáttur
    Asos er með gríðarleg umsvif á Íslandi gegnun netverslun og Landsbankinn greiðir fúlgur fjár til Apple til þess að geta haldið úti Apple Pay. Icelandair vinnur að fjárhagslegri endurreisn en það mun taka langan tíma. Þetta og meira til í þætti dagsins.
    19 August 2020, 3:38 pm
  • 47 minutes 8 seconds
    Viðskiptapúlsinn, 71. þáttur
    Netverslun hefur tekið kipp í kjölfar kórónuveirufaraldursins og allt ætlaði að ganga af göflunum í átökum RÚV og Samherja. Allt þetta og meira til í Viðskiptapúlsi dagsins.
    12 August 2020, 3:44 pm
  • 32 minutes
    Viðskiptapúlsinn, 70. þáttur
    Rætt er um Tomma í Hamborgarabúllunni, blómasölu sem er upp á sitt allra besta, góða aðsókn í Minigarðinn og velgengni Icelandair Cargo í faraldrinum. Þá er tekin staðan á netverslun á Íslandi eftir samkomubann, og eitt og annað fleira.
    29 July 2020, 3:13 pm
  • 24 minutes 2 seconds
    Viðskiptapúlsinn, 69. þáttur
    Í þætti dagsins er rætt um pítsumarkaðinn á Íslandi, en fimm milljónir pítsa seljast á höfuðborgarsvæðinu árlega. Þá föum við yfir stöðuna hjá flugfélaginu Atlanta, ásamt því sem Kostur.is og Íslandspóstur koma við sögu.
    29 July 2020, 3:09 pm
  • 27 minutes 28 seconds
    Viðskiptapúlsinn, 68. þáttur
    Við ræðum nýjan heimsins stærsta loftkastala við Perluna, bílavarahlutafyrirtækið Netparta á Selfossi, sem er með umhverfismálin í öndvegi, gengismálin ásamt því sem pítsustaðurinn Spaðinn kemur við sögu. Þá segjum við frá Vök, baðstaðnum á Egilsstöðum, þar sem m.a. er hægt að fá sér te úr heitu vatni, beint úr iðrum jarðar.
    15 July 2020, 5:27 pm
  • 24 minutes 52 seconds
    Viðskiptapúlsinn, 67. þáttur.
    Huawai segir mikil tækifæri fólgin í innleiðingu 5G-tækninnar á Íslandi, 40% vöxtur er í ferðavagnasölu hjá Víkurverki, Reðasafnið stendur vel og Kex er með pítsustað og heimavist í undirbúningi.
    8 July 2020, 1:12 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2024. All rights reserved.