Flakk

RÚV

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

  • 50 minutes
    Flakk - Fjallað um Guðna Pálsson arkitekt
    Tveir menn hafa haft áhrif á mig varðandi arkitektúr og skipulag, það eru þeir Guðni Pálsson arkitekt og Pétur Ármannsson byggingalistfræðingur, við heyrum í báðum í þættinum, sem fjallar um Guðna Pálsson arkitekt. Farið yfir feril Guðna, rætt um ýmsar byggingar sem hann hefur hannað. Rætt um skipulag Kvosarinnar frá 1986, Hvítu blokkirnar við Skúlagötu, 3 hús í Borgartúni, nýtt hverfi í Hamranesi í Hafnarfirði sem er að rísa, auk þess um íbúðaklasa eins og Guðni vill kalla nýjung í byggingu fjölbýlishúsa, sem enn hefur ekki risið. Rætt við Pétur Ármannsson byggingalistfræðing um Guðna og og störf Péturs á stofunni hans. Fyrir tilstilli Húsafrðunarnefndar var einbýlishús Guðna við Litlu Bæjarvör 4 á Álftanesi friðað í fyrra sem gott dæmi um arkitektúr níunda áratugarins.
    29 December 2022, 3:03 pm
  • 50 minutes
    15122022 - Flakk um tvær bókabyggingar
    Verðmætasta bókasafn landsins hefur átt heimili víða í borginni - nú hyllir undir nýtt heimili, því Hús Íslenskunnar er risið við Suðurgötu og verður opnað í vor ef allt gengur eftir. Við fengum að kíkja í heimsókn með arkitektinum Ögmundi Skarphéðinssyni hjá Hornsteinum. Nýlokið er samkeppni um endurbyggingu Borgarbókasafnsins í Grófinni, við heimsækjum safnið og ræðum við Hildi Gunnlaugsdóttur arkitekt hjá JVST og Huldu Aðalsteinsdóttur innanhúsarkitekt. Athyglisvert að heimsækja Hús Íslenskunnar - byggingin er sporyskjulaga og því engin horn víða í húsinu. Vel er vandað til verka og skemmtilegir inni og útigarðar á hæðunum. Alls staðar gluggar bæði inni og úti. Hægt er að skoða verðlaunatillögu endurbyggingar Borgarbókasafnsins í Grófinni, og þar eru einnig hinar fjórar til sýnis til loka desember. Farið er yfir vinningstillögnuna með tveimur úr teyminu.
    15 December 2022, 3:03 pm
  • 50 minutes 1 second
    20012022 - Flakk - Fjallað um gæði íbúðarhúsnæðis - fyrri þáttur
    Hugað er að gæðum íbúðarhúsnæðis. Er hægt að mæla gæði og hvað eru gæði íbúðar? Og margar fleiri spurningar varðandi hönnun og byggingatækni koma við sögu. Hver hefur eftirlit með gæðum bygginga? Hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun segir um stefnu og tilganga stofnunarinnar...... Hlutverk okkar er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi. Að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu. Að meta framtíðarþörf og áætla framboð húsnæðis og stuðla þannig að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði. En er það svo? Er eftirfylgni nógu mikil? Rætt er við Hildi Gunnarsdóttur arkitekt, Bjarka Gunnar Halldórsson og Stefán Þór Steindórsson byggingafræðing hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.
    20 January 2022, 3:03 pm
  • 49 minutes 36 seconds
    16122021 ? Flakk ? Flakk um Hverfisskipulag nr.3 Háteigs og Hlíða
    Svokölluð hverfaskipulög hafa verið líta dagsins ljós síðustu árin, Ævar Harðarson arkitekt hjá skipulaginu er deildarstjóri verkefnisins, og tilgangurinn er að rýna í hverfin endurskoða skipulag hvers hverfis og skoða hvort eitthvað megi betur fara og horfa til framtíðar að sjálfsögðu. Við ætlum að skoða Hverfisskipulag númer 3, það er Háteigs, Hlíða og Öskjuhlíðarhverfi, sem er reyndar í þróun. Rætt er við Ævar í Skipholti og Brautarholt, þar sem hann segir m.a. frá nýju torgi við horn Skipholts og Einholts. Gestir í stúdíói eru Helga Bragadóttir arkitekt hjá Kanon en hún var ráðgjafi við gerð skipulagsins og Pawel Bartoszek formaður samgöngu- og skipulagsráðs borgarinnar.
    16 December 2021, 3:03 pm
  • 51 minutes 9 seconds
    09122021 - Flakk - Fjallað um Þóri Baldvinsson arkitekt
    Þórir Baldvinsson var í senn framúrstefnumaður í arkitektúr og hugsjónamaður í baráttu fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann varð fyrstur íslenskra arkitekta til að kynna nýjar húsnæðislausnir í anda funksjónalisma og var frumkvöðull í gerð slíkra bygginga hér á landi eins og samvinnuhúsanna svokölluðu við Ásvallagötu í Reykjavík og við Helgamagrastræti á Akureyri. Þar kynnti Þórir fyrstur manna til sögunnar forskölun í húsbyggingum hér á landi. Þórir teiknaði einnig fjölmargar opinberar byggingar; héraðsskóla, kaupfélagshús, samkomuhús og verksmiðjuhús vítt og breitt um landið og þekktar byggingar í Reykjavík eins og Alþýðuhúsið við Hverfisgötu og Mjólkurstöðina við Laugaveg sem nú hýsir Þjóðskjalasafnið. Helsta starf Þóris var hinsvegar að veita Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Þáttur hans í nútímavæðingu sveitanna var gríðarstór, bættur húsakostur sem hélst í hendur við vélvæðingu. Hér gefur að líta í fyrsta sinn yfirlit verka Þóris ásamt æviágripi hans. Ólafur J. Engilbertsson ritstýrir bókinni en auk hans skrifa greinar Árni Daníel Júlíusson, Jóhannes Þórðarson, Ólafur Mathiesen og Pétur H. Ármannsson sem jafnframt tekur saman verkaskrá Þóris. Úlfur Kolka sér um útlit bókarinnar en hana prýðir fjöldi ljósmynda og teikninga.
    9 December 2021, 3:03 pm
  • 50 minutes 29 seconds
    02122021 - Flakk ? Flakk um skipulagsdaginn 12. Nóvember - 2.þáttur
    Draumaborgin ætti að vera ríkulega gædd náttúru, með byggingum úr lífrænum efnum sem eru umkringdar almenningsgörðum, með götum sem þjóna fótgangandi og hjólandi og með svæðum þar sem villt náttúra fær notið sín. Þetta mun kanadíski arkitektinn Michael Green hafa sagt, sem Hildigunnur Sverrisdóttir deildarforseti arkitektúrs í Listaháskóla Íslands, vitnaði í, í sínu erindi á Skipulagsdeginum 12. Nóvember síðast liðinn. Yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í tilefni dagsins á vegum Skipulagsstofnunar Íslands var. ?Skipulag fyrir nýja tíma?. Í þessum síðari þætti skoðum við nýtt skipulag í miðbæ Hafnarfjarðar, sem Þorsteinn Helgason arkitekt hjá Ask arkitektum segir okkur frá og skipulag umhverfis í nýjum og vistvænum Skerjafirði, sem Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir okkur frá. En við byrjum hjá Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt og deildarforseti í Listaháskólanum.
    2 December 2021, 3:03 pm
  • 45 minutes 51 seconds
    25112021 - Flakk - Flakk um skipulagsdaginn og skipulag til framtíðar
    Árleg ráðstefna um stöðu og þróun skipulagsmála, sem Skipulagsstofnun stendur fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, fór fram 12. nóvember síðastliðinn í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan var vel sótt, af bæði gestum í sal og í streymi og var góður rómur gerður að dagskrá og einstökum framlögum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Skipulag fyrir nýja tíma - þar sem loftslagsmál, sjálfbær og aðlaðandi byggð og aðlögun skipulags gagnvart loftslagsbreytingum og náttúruvá voru í forgrunni. Við ætlum að plokka út nokkra af þeim sem töluðu á ráðstefnunni í tveimur þáttum - það er að mörgu að huga í samtímanum varðandi skipulag. Rætt er við Þráinn Hauksson landslagsarkitekt, Hörpu Stefánsdóttur arkitekt og doktor í skipulagsfræðum og starfar við umhverfis- og lífvísindaháskólann í Osló, en byrjum hjá Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar
    25 November 2021, 3:03 pm
  • 51 minutes 25 seconds
    18112021 ? Flakk um mastersnám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
    Listaháskólinn fékk starfsleyfi 10.júní 1999 og hóf þá um haustið starfsemi sína með rekstri myndlistardeildar. Skólinn hóf síðan rekstur sjálfstæðrar hönnunardeildar 2001 og ári síðar var tekið upp nám í arkitektúr, vöruhönnun og fatahönnun. Allar listgreinar eru kenndar við Listaháskólann, auk myndlistar, eru ýmis fög innan leiklistar, ýmis fög innan tónlistar, kennaranám til listkennslu, svo eitthvað sé talið upp. En eins og áður sagði var arkitektadeildin stofnuð árið 2001, loks eftir mikið samtal ýmissa aðila sem málið varðar er hafin mastersdeild í arkitektúr og tilvalið að líta í heimsókn í Þverholtið, þar sem hönnun og arkitektúr á heima innan skólans. Við ætlum að heilsa uppá Hildigunni Sverrisdóttur deildarforseta, Önnu Maríu Bogadóttur lektor og svo auðvitað nemendur, og ræðum við Rakel Kristjönu Arnardóttur, Odd Gunnarsson Bauer og Katrínu Heiðar.
    18 November 2021, 3:03 pm
  • 50 minutes
    14112021 - Flakk um Laugaveg - nýja bók
    Hjónin Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur eru gestir þáttarins í dag. Innan skamms er bók þeirra um Laugaveg í Reykjavík væntanleg og segir sögu húsanna og fólksins sem bæði bjó og rak ýmis konar fyrirtæki. Í bókinni er rakin saga húsa við Laugaveg, frá Hlemmi að Lækjargötu. Guðni og Anna Dröfn gáfu út bókina Reykjavík sem aldrei varð fyrir nokkrum árum. Rætt er við þau og tekin göngutúr niður Laugaveg frá Klapparstíg, sagt frá húsum, arkitektum, fyrirtækjum og búsetu - en Laugavegur var fyrst og fremst íbúagata í upphafi.
    11 November 2021, 3:03 pm
  • 47 minutes 54 seconds
    04112021 - Fjallað um nýtt rit Gunnlaugs Stefáns Baldurssonar
    Við lifum í heimi, sem við höfum ekki lært að skoða, segir Marc Augé í Non Lieux. Eða Non places, sem hvorki hafa sögu nér sál, staðir þar sem félagsleg sambönd geta ekki dafnað. Ég tel mikilvægt að horfa á þátíð, nútíð og framtíð í allri skynjun í lífinu. Og það gildir vissulega um mótun umhverfis, sem tvinnast á flókinn hátt saman borgum og landslagi. Þannig hljóma upphafsorð í væntanlegu riti um skipulag og borgarmyndun sem ber heitið Fléttað inn í borgarvefinn og landslagið, eftir Gunnlaug Stefán Baldursson arkitekt. Við ætlum að heilsa uppá Gunnlaug í þætti dagsins og fá okkur göngutúr um miðborg Reykjavíkur. Við mæltum okkur mót að morgni dags í nýuppgerðu húsnæði Máls og Menningar
    4 November 2021, 3:03 pm
  • 49 minutes 30 seconds
    28102021 - Flakk um nýtt Hverfisskipulag í Bústaðahverfi
    Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Rætt er við Ævar Harðarson arkitekt og deidarstjóra Hverfisskipulags Reykjavíkur, Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs Rvk. og Dóru Magnúsdóttur form. íbúasamtaka Bústaða- og Háaleitishverfis.
    28 October 2021, 3:03 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.