Sunnudagssögur

Rás 2

Hrafnhildur fær til sín góða gesti sem segja sögur úr lífi sínu, sögur sem á einhvern hátt hafa haft áhrif á líf þeirra og viðhorf. Ljúfur þáttur með notalegri tónlist. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir.

  • 1 hour 15 minutes
    Ágúst Bent
    Ágúst Bent er ekki bara rappari, því hann er líka leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður og klippari! Hann segir frá sínum störfum og sinni reynslu á bak við töldin í þáttagerð og auglýsingagerð.
    19 May 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 15 minutes
    Hrönn Sveinsdóttir
    Hrönn Sveinsdóttir ólst að miklu leiti upp í Austurbæjarbíói þar sem amma hennar starafði. Í dag er Hrönn bíóstjóri Bíó Paradísar. Andri Freyr ræðir við hana um starfið, uppvaxtarárin og hennar framlag til sjónvarpsþáttar og heimildarmyndagerðar.
    12 May 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 15 minutes
    Jón Gunnar Geirdal
    Andri Freyr heldur áfram að spjalla við fólk sem vinnur á bak við tjöldin í sjónvarps og kvikmyndabransanum. Jón Gunnar Geirdal hefur sannarlega marga fjöruna sopið þegar að kemur þáttargerð í sjónvarpi,
    5 May 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 15 minutes
    Sigrún Davíðsdóttir
    Sigrún Davíðsdóttir, rithöfundur og fyrrverandi fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn og Lundúnum, var gestur Ingvars Þórs Björnssonar í Sunnudagssögum.
    28 April 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 15 minutes
    Jón Björgvinsson
    Jón Björgvinsson, frétta- og myndatökumaður, er gestur Ingvars Þórs Björnssonar í Sunnudagssögum.
    21 April 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 15 minutes
    Jón Ólafsson
    Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi fréttaritari RÚV í Moskvu, er gestur Ingvars Þórs Björnssonar í Sunnudagssögum.
    14 April 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 15 minutes
    Ragga Holm
    7 April 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 15 minutes
    Dagur B. Eggertsson
    Þema Júlíu Margrétar Einarsdóttur í Sunnudagssögum í mars er heppni. Hún fær til sín ólíka viðmælendur sem öll hafa orðið fyrir láni í lífinu sem hefur haft áhrif á þau. Dagur B. Eggertsson, læknir og núverandi formaður Borgarráðs, hefur nú stigið úr stóli borgarstjóra í Reykjavík. Hann segir frá æskunni, félagsmálaáhuganum sem hefur lengi brunnið innra með honum og frá því þegar misheppnuð hárlitun mágkonu hans varð hans mesta lán því í kjölfar hennar kynntist Dagur eiginkonu sinni. Hann lítur stoltur um öxl en borgarstjóratíðin hefur líka einkennst af erfiðleikum. Hann rifjar upp áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þegar skotið var að húsi hans og óvissuna sem fylgdi veikindunum þegar hann greindist með gigt.
    31 March 2024, 12:40 pm
  • 58 minutes 32 seconds
    Friðrik Þór Friðriksson
    Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson á skrautlegan og glæstan feril að baki en hans mesta lán í lífinu er að fá að verða afi. Hann sagði frá uppvaxtarárunum, kvikmyndaklúbbnum Fjalaköttur, Óskarsverðlaunatilnefningu og ýmsu öðru sem á daga hans hefur drifið. Hann lenti í skíðaslysi sem setti strik í drauminn um fótboltaferil. En stærsta lán hans er líklega þegar hann frestaði flugi. Þannig bjargaði hann lífi sínu fyrir 150 dollara sem það kostaði að forða honum frá flugvél sem skömmu síðar lenti á Tvíburaturnunum.
    17 March 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 56 seconds
    Yrsa Sigurðardóttir
    Yrsa Sigurðardóttir glæpasagnadrottning er gestur í Sunnudagasögum að þessu sinni. Hún segir frá jólakúlunum sem hún safnar, hvernig hún hlustar á hryllingsmyndir á meðan hún skrifar glæpasögur, verkfræðinni, munnlegu prófi í MR, dvöl sinni í Kanada og ótrúlegu láni þegar minnstu munaði að dóttir hennar lenti í skelfilegu slysi. Slík var heppnin þann dag að hún segist aldrei þurfa að lenda í neinu láni aftur.
    10 March 2024, 12:40 pm
  • 1 hour 6 minutes
    Pétur Markan
    Þema Júlíu Margrétar Einarsdóttur í Sunnudagssögum í mars er heppni. Hún fær til sín ólíka viðmælendur sem öll hafa orðið fyrir láni í lífinu sem hefur haft áhrif á þau. Í þessum fyrsta þætti segir Pétur G. Markan biskupsritari frá æsku sinni sem fótbolta- og kórdrengur í Fossvoginum. Hann átti ástríka æsku og samheldna fjölskyldu en varð fyrir áfalli sextán ára gamall þegar faðir hans lést. Hann rifjar upp örlagaríkt eftirpartý í miðbænum og símtal sem hann átti mörgum árum síðar við systur sína, og afleiðingum þess, sem áttu eftir að færa fjölskyldunni mikla gæfu og þakklæti.
    3 March 2024, 12:40 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.