SLAYGÐU

Hugleikur Dagsson & Sandra Barilli

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli (Hullow og Xandra) horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt.

  • 2 hours 39 minutes
    119 Hringavitleysa III: Sælir King (Lord of the Rings III: The Return of the King)
    Fróði ferðast ennþá með hringinn ásamt Sóma félaga sínum og þurfa þeir nauðsynlega að komast óséðir framhjá öllum illmennunum sem hafa safnast saman hjá Sauroni. Aragorn sér nú að hann þarf að taka við krúnunni ef það á að ráða niðurlögum á illmennasúpunni sem myndast hefur í Mordor.
    24 December 2024, 12:05 am
  • 1 hour 48 minutes
    118 Hringavitleysa II: Tvennutilboð (Lord of the Rings II: Two Towers)
    Nú þegar Fróði og Sámur hafa orðið viðskila við fylgdarsveina sína liggur þeim mikið á að komast klakklaust á leiðarenda. Þeir vita mest lítið um hvernig fór fyrir hinum sem lögðu með þeim af stað í leiðangurinn en með viljann að vopni og landakort rata þeir vonandi inn að Dyngjunni.
    17 December 2024, 12:05 am
  • 2 hours 38 minutes
    117 Hringavitleysa I: Ferðaveldið (Lord of the Rings I: The Fellowship of the Ring)
    Þegar Hobbitanum Fróða áskotnast gullhringur með dulda krafta, þarf hann að taka á honum stóra sínum til að standast töfra hringsins. Hann ákveður ásamt vini sínum Gandálfi að koma hringnum fyrir kattarnef og eyða honum í Dómsdyngju þar sem hann var fyrst búinn til, það er að segja vísa honum aftur til föðurhúsanna. Hann á...
    10 December 2024, 12:05 am
  • 1 hour 16 minutes
    116 Hoppípolla (Singin’ in the Rain)
    Ungur áhættuleikari í Hollywood fær stóra tækifærið sitt og verður stjarna á hvíta tjaldinu. Hann og mótleikkona hans þykjast vera í ástarsambandi til að auka á aðsókn á næstu mynd, en það mun hafa lítið að segja því sú mynd mun vera með tali og mótleikkonan er ekki með sérlega fágaða leikkonurödd.
    11 June 2024, 12:05 am
  • 1 hour 21 minutes
    115 Hvert þó í hoppandi (Mulholland Drive)
    Ung leikkona kemur til Hollywood til að meika það en gengur ekki betur en svo að hún missir vitið þegar ástkona hennar sem er einnig leikkona hættir með henni fyrir ungan og upprennandi leikstjóra.
    4 June 2024, 12:05 am
  • 1 hour 28 minutes
    114 Eiríkur Fjalar (Ed Wood)
    Ed Wood reynir fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri í Hollywood og heldur ótrauður áfram þrátt fyrir margar hindranir og hæfileikaskort. Hann keyrir verkefnin sín áfram á jákvæðni og með hjálp þekkts leikara sem er kominn á aldur og er mikill morfínfíkill en vill þrátt fyrir það taka þátt í myndunum hans Ed.
    28 May 2024, 12:05 am
  • 1 hour 43 minutes
    113 Dótadagur 3: Leikfangar (Toy Story 3)
    Þegar Andy, eigandi margvíslegra leikfanga, er á leiðinni í háskóla ætlar hann að koma gömlu leikföngunum sínum fyrir uppá háalofti. Þau enda óvart í ruslinu og þurfa svo að koma sér aftur heim, en með stuttri viðkomu á barnadagheimili þar sem bleikur knúsubangsi ræður ríkjum.
    21 May 2024, 12:05 am
  • 1 hour 19 minutes
    112 Ná vá 2: Nögun við dögun (Evil Dead 2)
    Ungt og efnilegt par ákveður að leggja leið sína í lítið sumarhús en þar finna þau forna bók sem býr yfir illsku. Þau komast snögglega að því að illskan lifir í öllu umhverfinu en um leið og illskan klófestir annað þeirra eru góð ráð dýr.
    14 May 2024, 12:05 am
  • 1 hour 29 minutes
    111 Babbi segir, Babbi segir (The Godfather II)
    Í þessum formála og eftirmála af kvikmyndinni Babbi segir sjáum við upprisu og hnig fjölskylduveldisins sem við kynntumst í fyrstu myndinni. Við fylgjumst með Vito Corleone þegar hann kemur fyrst til Bandaríkjanna og ætlar að koma sér upp góðu orðspori í hverfinu. Einnig sjáum við hvernig syni hans Michael tekst til að sjá um fjölskylduarfinn...
    7 May 2024, 12:05 am
  • 1 hour 52 minutes
    110 Babbi segir (The Godfather)
    Höfuð fjölskyldunnar lendir í bráðri lífshættu eftir skotárás og er einnig kominn á aldur svo þá þarf að finna hæfan arftaka í systkinahópnum, sem getur viðhaldið veldinu sem er búið að byggja upp. Af þremur bræðrum kemur einn sterklega til greina, og hann byrjar á að fá vandasamt verkefni í hendurnar.
    28 December 2023, 12:05 am
  • 1 hour 20 minutes
    109 Jólin dúkka upp (The Muppet Christmas Carol)
    Heldri maður og lánadrottinn er viðskotaillur í samskiptum sínum við starfólkið sitt og raunar allt fólk sem hann umgengst. Á jólanótt er hann svo heimsóttur af draugum sem veita honum nýja sýn á lífið.
    19 December 2023, 12:05 am
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.