Fávitar Podcast

Sólborg Guðbrandsdóttir

Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttur. Fávitar Podcast er feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi. Hægt er að fylgjast nánar með átakinu sjálfu á Instagram-síðunni Fávitar.

  • 1 hour 15 minutes
    Fávitar Podcast 7. þáttur - Arna Sigrún, Modibodi og allt um túr

    Arna Sigrún Haraldsdóttir er eigandi Modibodi á Íslandi en Modibodi eru nærbuxur sem halda vökva, eins og blæðingum, þvagi og útferð. Hinar svokölluðu túrnærbuxur eru þægilegur og umhverfisvænn kostur en í þættinum förum við meðal annars yfir þær, túrbikara, grindarbotnsæfingar og alls konar hluti tengda blæðingum. Arna sér einnig um að halda fyrirlestra um blæðingar. Hægt er að kynna sér Modibodi betur á modibodi.is og á Facebook-síðu verslunarinnar.

    Þátturinn er einnig til sýnis og hlustunar á Youtube-rás Fávitar Podcast.

    Sérstakar þakkir til Víkurfrétta fyrir aðstöðuna, Hilmars Braga Bárðarsonar sem sá um upptöku og klippingu þáttanna, Ethorio fyrir hönnunina á logo-inu og Landsbankans fyrir styrkinn.

    24 May 2020, 6:35 pm
  • 50 minutes 46 seconds
    Fávitar Podcast 6. þáttur - Guðmundur Kári, samkynhneigð og lífið

    Guðmundur Kári Þorgrímsson, landsliðsmaður í fimleikum og fyrirlesari, gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann gaf út myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann kom út úr skápnum sem hommi fyrir framan alþjóð. Gummi, sem er gjarnan þekktur sem Gummi tvíburi, flytur fyrirlesta fyrir ungmenni þar sem hann ræðir við þau um hinseginleika og fjölbreytileika samfélagsins almennt. Í þættinum ræðum við það hvernig það var að koma út úr skápnum, hvernig lífið sem hommi á Íslandi sé, mýtur um samkynhneigð og ýmislegt fleira. Fylgist með!

    Sérstakar þakkir til Hilmars Braga Bárðarsonar fyrir upptöku þáttarins og klippingu, til Víkurfrétta fyrir aðgang að húsnæðinu og búnaðinn, til listamannsins Ethorio sem málaði logo þáttanna og Landsbankans fyrir að gera Fávitar Podcast að veruleika.

    Farið vel með ykkur.

    2 May 2020, 3:02 pm
  • 33 minutes 27 seconds
    Fávitar Podcast 5. þáttur - Lilja og Samtök um endómetríósu

    Lilja Guðmundsdóttir er ritari Samtaka um endómetríósu og óperusöngkona. Hún greindist með króníska, fjölkerfa sjúkdóminn endómetríósu (endó) fyrir þremur árum síðan en sjúkdómurinn getur valdið miklum sársauka og er algengari en mörg grunar. Talið er að 1 af hverjum 10 konum séu með hann. Meginmarkmið Samtaka um endómetríósu er að veita konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu en í þættinum ræddum við Lilja það hvernig daglegt líf með endó væri, viðhorf almennings til sjúkdómsins, það hvernig heilbrigðiskerfið tekst á við hann og úrræði í boði.

    5 April 2020, 6:27 pm
  • 1 hour 5 minutes
    Fávitar Podcast 4. þáttur - Þorsteinn og Karlmennskan

    Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bakvið átakið Karlmennskan. Hann er fyrrum fótboltastrákur og karlremba sem neyddist til að líta á heiminn í öðru ljósi þegar hann vann í félagsmiðstöð og þurfti að naglalakka sig. Í kjölfarið áttaði hann sig á öðrum veruleika en þeim sem hann hafði búið við alla tíð og fór að velta fyrir sér karlmennskuhugmyndum. Í dag er Þorsteinn í mastersnámi í kynjafræði og flytur fyrirlestra um allt land. Þátturinn var tekinn upp í júlí 2019 en í honum ræðum við hvað það þýðir að vera alvöru karlmaður og mikilvægi þess að við gagnrýnum viðteknar hugmyndir um karlmennsku sem hafa áhrif á okkur öll.

    18 December 2019, 11:13 pm
  • 46 minutes 16 seconds
    Fávitar Podcast 3. þáttur - Druslugangan

    Druslugangan eru grasrótarsamtök sem einblína á baráttu gegn kynferðisofbeldi í öllum kimum samfélagsins. Síðan 2011 hefur gangan verið gengin ár hvert til að minna á að enn á kynferðisofbeldi sér stað í samfélaginu og því þarf að útrýma. Með Druslugöngunni er ábyrgð kynferðisafbrota færð frá þolendum yfir á gerendur. Markmið hennar er að sýna brotaþolum kynferðisofbeldis samstöðu og krefjast betra réttarkerfis og bætts samfélags. Gengið verður í níunda sinn frá Hallgrímskirkju kl. 14 þann 27. júlí næstkomandi.

    Viðmælendur þáttarins eru þær Stella Briem og Eva Sigurðardóttir, tvær af skipuleggjendum Druslugöngunnar.

    Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttur. Fávitar Podcast er feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi. Hægt er að fylgjast nánar með átakinu sjálfu á Instagram-síðunni Fávitar.

    23 July 2019, 12:46 am
  • 1 hour 35 seconds
    Fávitar Podcast 2. þáttur - Steinunn frá Stígamótum

    Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er verkefnastýra Stígamóta og sinnir fjáröflun og fræðslu fyrir samtökin.

    Stígamót standa einnig á bakvið verkefnið Sjúkást sem snýr að ofbeldi í samböndum ungmenna en verkefnið er forvörn gegn ofbeldi með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki og í ár fengu um 4500 ungmenni fræðslu um þau málefni.

    Öll þjónusta Stígamóta er ókeypis fyrir brotaþola og er opin öllum þolendum kynferðisofbeldis eldri en 18 ára.

    18 July 2019, 3:32 am
  • 1 hour 4 minutes
    Fávitar Podcast 1. þáttur - Sigga Dögg

    Sigga Dögg kynfræðingur hefur ferðast um landið og frætt Íslendinga um kynlíf síðastliðinn áratug. Samhliða því er hún rithöfundur og fræðir fólk á hinum ýmsu viðburðum. Í þættinum ræddum við meðal annars um kynlíf, líkamshár, samskipti og kynfræðslu.
    Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttir. Fávitar Podcast er feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi. Hægt er að fylgjast nánar með átakinu sjálfu á Instagram-síðunni Fávitar.

    8 July 2019, 11:10 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.