Heilsuvarpid

Ragga Nagli

Podcast by Ragga Nagli

  • 31 minutes 54 seconds
    #111 Breytingaskeiðið mitt
    Þessi þáttur er sólókast þar sem ég tala um vegferð mína á breytingaskeiðinu, hvað ég þurfti að gera í heilbrigðiskerfinu og hverju ég breytti varðandi lífsstíl, bætiefni, mataræði og æfingar til að fara í gegnum þetta skeið eins þægilega og kostur er. Vonandi einhverjum konum þarna úti til gagns og jafnvel gamans. Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á Íslandi @nowiceland @netto.is
    3 January 2025, 12:00 am
  • 1 hour 2 minutes
    #110 Ég alla leið - sjálfsrækt
    Gestir Heilsuvarpsins eru Helga Fríður Garðarsdóttir félagsráðgjafi, Inga Guðlaug Helgadóttir sálfræðingur, Margrét K. Pétursdóttir jógakennari standa að baki Ég alla leið, sem er sjálfsræktardagbóka helguð sjálfseflingu sem og sjálfsstyrkingarnámskeiðum. Við spjölluðum um allt sem tengist sjálfsrækt, núvitund, sálfræði með allskonar ráð til að hlúa að andlegu hliðinni. @eg.allaleid Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is Ég mæli með mysuprótíni eftir æfingu frá NOW sem fæst bæði í Hverslun og í Nettó.
    22 December 2024, 12:00 am
  • 54 minutes
    #109 Atli Steinn Guðmundsson - Að lyfta lóðum alla ævi
    Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á Morgunblaðinu og lyftingakappi per exelans er gestur Heilsuvarpsins. Atli er fimmtugur og hefur lyft síðan hann var 14 ára gamall. Við tölum um hvað stuðlar að langlífi í lyftingum nú þegar við samanlagt erum með 70 ára lyftingasögu. Atli talar líka um hverju hann þurfti að breyta og aðlaga eftir því sem hann varð eldri. Atli er megahress og þetta var stórskemmtilegt spjall. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó. @nowiceland @netto.is
    10 December 2024, 12:00 am
  • 59 minutes 52 seconds
    #108 Hafdís Helgadóttir næringarfræðingur - næring barna og fullorðinna
    Hafdís Helgadóttir næringarfræðingur er gestur Heilsuvarpsins var að gefa út barnabókina Petra paprika, fræðsluefni um næringu fyrir börn sem nýtist líka fullorðnum. Hafdís kom með góðar ráðleggingar bæði fyrir matarvenjur barna og fullorðna. Súper fróðlegur þáttur, svo dragið fram penna og glósubók. Fylgið Hafdísi á Instagram @hafdisnaering Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
    26 November 2024, 12:00 am
  • 1 hour 12 minutes
    #107 Þorleifur Þorleifsson - últrahlaupari
    Gestur Heilsuvarpsins er Þorleifur Þorleifsson últrahlaupari. Hann er gríðarleg fyrirmynd því hann sýnir okkur að öll geta hreyft sig því hann er faðir í fullri vinnu sem byrjaði að hlaupa þrítugur en lauk nýverið 62 hringum í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet. Við tölum um vegferð hans í hlaupunum, hvernig félagslegur stuðningur hefur spilað stórt hlutverk í árangrinum, og hvernig hann kemst andlega og líkamlega í gegnum þrekraun eins og Bakgarðshlaupið og hvaða hlaupaskór hafa hentað okkur í hlaupum.
    11 November 2024, 12:00 am
  • 1 hour 6 minutes
    #106 Vilborg Arna - ofurkona, pólfari, ferðamálafræðingur
    Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari er gestur Heilsuvarpsins. Hún býr í Slóveníu og þarf vart að kynan fyrir neinum en hún var fyrsta og eina konan til að fara Suðurpólinn og ganga 8000 m tind ein síns liðs. Hún hefur marga fjöruna sopið í fjallamennskunni, en hún upplifði bæði jarðskjálfta og snjóflóð á Everest. Og haldið fjölda fyrirlestra um mikilvægi þess að taka bara eitt lítið skref í einu til að komast á leiðarenda. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
    15 September 2024, 3:44 pm
  • 45 minutes 5 seconds
    #105 Unnur Borgþórs- Heilsudagar Nettó
    Unnur Borgþórsdóttir úr Morðcastinu kíkti í spjall um Heilsudaga en þessi þáttur er síðasti þáttur í Heilsudagaseríu Nettó. Við töluðum um sameiginlegan áhuga á sönnum sakamálum, og um allskonar heilsustöff, vegan gúrmeti og Heilsudagagleði. @mordcastid Heilsuvarpið er einnig í boði NOW á Íslandi @nowiceland @netto.is
    8 September 2024, 10:08 am
  • 48 minutes 35 seconds
    #104 Helga Dís og Bjarki hjá Nettó - Heilsudagar
    Helga Dís markaðs og upplifunarstjóri og Bjarki innkaupastjóri hjá Nettó kíktu í spjall og fræða okkur um sögu Heilsudaga, þróun og vinnuna við að skipuleggja stærstu hátíð okkar heilsuperranna. Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á íslandi @netto.is @nowiceland
    6 September 2024, 4:06 pm
  • 50 minutes 57 seconds
    #103 Jana heilsukokkur - Heilsudagar Nettó
    Jana Steingríms heilsukokkur kíkti í Heilsuvarpið en hún heldur úti vinsælu matarbloggi undir jana.is og á instagram undir janast. Þessi þáttur er annar af fjórum í sérstakri Heilsudagaseríu í samstarfi við Nettó. Jana er einmitt forsíðustúlkan á heilsublaðinu og segir að við getum öll eldað. Við Jana getum matarperrast saman í marga klukkutíma og vonandi skilaði spjallið allskyns góðum ráðum í að matarpreppa, minnka matarsóun og gera góð kaup á Heilsustöffi. @netto.is @janast Heilsuvarpið er einnig í boði Now á Íslandi @nowiceland
    4 September 2024, 9:20 am
  • 1 hour 2 minutes
    #102 Helgi Ómars Heilsudagar Nettó
    Helgi Ómars er einn áhrifavaldur hjá Nettó og hann kíkti í Heilsuvarpið af þessu tilefni og við röbbuðum saman um allskonar heilsutengt, og eins og okkar er von og vísa förum við um víðan völl þar sem meira að segja Smjattpattarnir koma við sögu. Þessi þáttur er fyrsti þáttur af fjórum í Heilsudagaseríu í samstarfi við Nettó í tilefni af Heilsudagar eru 29/8-8/9 með fullt af frábærum tilboðum á heilsustöffi. @nowiceland @netto.is
    1 September 2024, 4:43 pm
  • 57 minutes 56 seconds
    #101 Magnús Jóhann - einkaþjálfari og borðtennismeistari
    Gestur Heilsuvarpsins er Magnús Jóhann einkaþjálfari í Hreyfingu,BS í sálfræði og margfaldur íslandsmeistari í borðtennis.er með , s Hann hefur hjálpað hundruðum ná markmiðum sínum í ræktinni en einnig búið í Suður Kóreu svo hann hefur upplifað margt og hefur frá mörgu að segja. Skemmtilegt spjall við megahressan gaur, Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á Íslandi @nowiceland @netto.is
    21 August 2024, 2:04 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.