Helgaspjallið

Helgi Ómars

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

  • 1 hour 2 minutes
    Þáttur 210 - Uppgjör á árinu með mér og Pétri Björgvin
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Við Pétur settumst niður á gamlársdag og áttum bæði einlægt spjall okkar á milli en á sama tíma fórum við yfir þau augnablik í okkar lífi, sem höfðu áhrif á okkur bæði sem par en einnig í sitthvoru lagi. Við berskjöldum okkur báðir um hvernig atvik eða tímar höfðu áhrif, hvað okkur langar að gera meira af, hvað við lærðum af og hvernig við sjáum fyrir okkur árið framundan. Ég er svo montinn að eiga maka sem ég get átt svona spjöll við, og sérstaklega að fá að deila með ykkur hlustendum. Ég vona að árið hafi verið ykkur ánægjulegt, og næsta verði fullt af nærandi upplifunum og þið finnið styrk til að stækka, þróast og fyrst og fremst, verða eins mikill vinur ykkar og tök er á hverju sinni. Gleðilegt nýtt ár elsku hlustendur, ég get ekki lýst því hvað ég kann að meta ykkur. Ást og kram Ykkar Helgi
    31 December 2024, 4:59 pm
  • 1 hour 6 minutes
    Þáttur 209 - Svana frá Svartáhvítu loksins í Helgaspjallinu! Um nýjan veruleika & adhd gleðina
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Eftir mikla eftirspurn og ansi mikið suð (upp að heilbrigðum að mörkum vil ég meina!!) þá veiddi ég gull-laxinn minn í Helgaspjallið, hana Svönu Lovísu, betur þekkt sem Svana á Svartáhvítu á Trendnet, vöruhönnuður, bloggari per excellance og ein af mínum allra nánustu vinkonum. Við Svana er afskaplega lík og deilum þeim ofurkröftum að vera adhd dúllur og tvíburar og skemmtilega kaotísk. Við mættum saman einn morgun korter í jól, bæði þreytt af ólíkum ástæðum og tókum upp þátt handa ykkur. Líf Svönu hefur nýlega tekið harðar beygjur en hún hefur á stuttum tíma upplifað kulnun og í kjölfarið var fótum kippt undan henni og fjölskyldu hennar þegar dóttir hennar varð skyndilega langveik. Svana segir einlægt frá og var það mín mesta ánægja að sitja með henni og heyra og spjalla. Svana opnaði nýverið verslun sína www.studioflamingo.is þar sem hún selur blóm og gaf blogginu sínu vinsæla nýtt heimili. Hægt er að fylgjast með henni einnig á Instagram: @svana.svartahvitu Njótið vel kæru vinir og gleðileg jól! Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
    22 December 2024, 7:00 am
  • 1 hour 16 minutes
    Þáttur 208 - Jara Giantara stjörnuspekingur um umbyltingartíma framundan
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Helgaspjalls-fan favorít og stjörnuspekingurinn Jara Giantara snýr aftur og við förum yfir magnaða tíma sem við búum við og umbyltingartíma framundan. Vatnsberi fór nýverið yfir í Plútó, og hvað þýðir það? Hafði stórar og sturlaðar fréttir útí heimi eitthvað með það að gera? Öld vatnsberans er komin til að vera en hvernig lítur næsta ár út? Hægt er að bóka tíma og kaupa gjafakort á www.jaragiantara.com Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
    17 December 2024, 7:00 am
  • 1 hour 4 minutes
    Þáttur 207 - Svandís Svavarsdóttir formaður VG um réttlætið, feminisma og feðraveldið innan þingsins
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Svandís Svavarsdóttir hefur verið þekkt fyrir að vera grjóthörð gegn feðraveldinu sem lifir inná þingi og fékk nýverið gælunafnið "Big Dick Energy Sva Sva" frá Komið Gott tvíeykinu sem á vel við. Svandís er kona réttlætis og mennsku í lífi og starfi og var það hin mesta ánægja að fá hana í Helgaspjallið. Fátt betra en að sitja á móti kröftugri konu sem talar frá hjartanu. Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i í Podcaststöðinni
    25 November 2024, 7:00 am
  • 1 hour 24 minutes
    Þáttur 206 - Gísli Rafn Ólafson þingmaður pírata um ótrúlegu sögu hans og manngæskuna
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Það er ekki alltaf sem ég fæ að lyfta hökunni upp af gólfinu og kasta höndum uppí loft í sama spjallinu, en Gísli Rafn Ólafsson er án efa ein stórkostlegasta persóna sem ég hef fengið ánægju að kynnast. Hann var lygilega ungur þegar hann var farinn að prógramma tölvuforrit, vann fyrir Bill Gates og þróaði með honum tölvubúnað, hann hefur ferðast um heiminn allan í sjálfboðavinnu, meðal annars í björgunaraðgerðum á Haiti þegar jarðskjálfti reið þar yfir, e-bólu faraldurinn í Afríku og jarðskjálfann í Nepal svo eitthvað sé nefnt. Við Íslendingar að fengið hann inná þing Íslendinga og er hann í kosningarbaráttu eins og er. Ég vona að hlusta á þetta spjall sé eins nærandi og það var fyrir mig að taka það upp. Instagram Gísla: @disasterexpert Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i í Podcaststöðinni
    22 November 2024, 7:00 am
  • 1 hour 21 minutes
    Þáttur 205 - Diljá Ámundadóttir Zoëga um að leiða með mennskuna, samkennd og leiða með hjartanu
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Diljá Ámundardóttir Zoëga hefur komið að á ýmsum stöðum og er með marga hatta. Hún eignaðist dóttir sína á aðeins 25 viku, og ræðir þá upplifun ásamt störfum sínum og hugsjónum í pólitík. Hún hóf pólitískan feril í Besta Flokknum og hefur síðan unnið við pólitík ásamt því að sinna fjölda annarra verkefna. Diljá ræðir mennskuna í fagmennskunni og ástríðu sína á andlegri heilsu barna og almenna geðheilsu í landinu. Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i í Podcaststöðinni
    14 November 2024, 7:00 am
  • 1 hour 4 minutes
    Þáttur 204 - HeilsuErla um mikilvægi hreyfingar, heilsu, kulnun og upprisuna
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is HeilsuErla, drottningin á bakvið eitt af mínum allra uppáhalds hlaðvörpum Með lífið í lúkunum kom til mín í spjall, við splæstum í tveir fyrir einn en við tókum einnig þátt inná hennar hlaðvarpi mér til mikillar gleði. Erla er með orku sem maður vill helst baða sig í og mest smitandi bros sem finnst. Hún hefur tileinkað sér fræði heilsu og miðlar því áfram á hinum ýmsu stöðum. Við ræðum lífið hennar, óvænta og skyndilega kulnun, heilsuna og að leggja inná heilsubankann. Ég mæli með Erlu, að öllu leyti, en hér á Helgaspjallinu. Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
    8 November 2024, 6:54 pm
  • 1 hour 3 minutes
    Þáttur 203 - Obba þingkona Viðreisnar segir hlutina eins og er - "Þetta þarf ekki að vera svona"
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - iceherbs.is Ef einhver á þingi segir hlutina umbúðarlaust þá er það fyrrum saksóknari og núverandi Alþingiskona, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, en við ætlum að kalla hana Obba! Eftir að Obba kom til mín í sinn fyrsta þá hefur hún vakið mikla athygli fyrir sterkar og réttsýnar skoðanir og þess á milli, stórkostlegan húmor. Við förum yfir mál málanna og förum yfir raunhæfa möguleika til þess að komast útúr því ástandi sem er að drekkja okkur Íslendingum eftir nú, sprungna ríkisstjórn. Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
    31 October 2024, 7:00 am
  • 1 hour 16 minutes
    Þáttur 202 - Laufey Karitas um kulnun sem endaði í heilablóðfalli og upprisan í kjölfarið
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - www.iceherbs.is Laufey Karitas er birtingarmynd af ofurkonu. Klár, sæt, sjálfsörugg, geislandi nærvera og með eitthvað aðdráttarafl sem maður vill bara kynnast, helst vera vinur hennar. Hún segir okkur frá bakrunni sínum og tilfinningum sínum í kringum að vera ættleidd, en hún fæddist í Indónesíu. Hún segir okkur frá hugarheim hennar sem unglingur og ung kona að stíga inní viðskiptalífið. Við tekur ár af kröftugri vinnu og mikil streita og þau flögg sem mörg okkar, ef ekki öll eigum það til að hundsa. Frásögn hennar er sláandi, en hún endaði í heilablóðfalli þar sem líkaminn hennar sagði stop. Í dag hefur hún tileinkað lífinu sínu að aðstoða aðra og hægt er að fylgjast með henni á samfélagsmiðlum á @karitasflow og karitasflow.com - Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
    26 October 2024, 7:00 am
  • 1 hour 18 minutes
    Þáttur 201 - Helgi, Pétur, Ingileif & María fara yfir mál líðandi stunda & viðhald góðs sambands
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Iceherbs - Iceherbs.is Það mætti halda að við Pétur höfðum tekið ákvörðun um að kaupa íbúðina okkar vegna nágranna okkar, en hinum megin við götuna búa hjónin María Rut og Ingileif Friðriksdóttir, sem eru líka okkar bestu vinkonur. Okkur hefur lengi langað að taka upp þátt öll saman, en við höfum eytt ófáum stundum saman og rætt mikið saman sem hefði alltaf verið efni í góðan þátt. En í dag eru skemmtilegir hlutir að gerast, María og Pétur eru í framboði í Alþingiskosningunum yfirvofandi og erum við Ingileif auðvitað þeirra stærstu klappstýrur. Við ræðum saman um breytingar sem fólkið vill ásamt því að fara örlítið undir skinnið og ræðum okkar eigin sambönd hvað hefur verið áhrifaríkt til að halda góðu sambandi gangandi. Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
    23 October 2024, 2:48 pm
  • 1 hour 13 minutes
    Þáttur 200 - Ragga Nagli að eilífu amen
    Þátturinn er í boði: Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið! Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla Nings - www.nings.is - afsláttarkóði: helgaspjallid Þetta verður einföld útskýring þá þættinum. Að fá Röggu til mín er bara eins og að setjast niður á kaffihúsi og tala saman. Við tölum um allt og allt og ég býð ykkur í kaffihúsardeit með okkur. Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar
    19 October 2024, 12:30 pm
  • More Episodes? Get the App
© MoonFM 2025. All rights reserved.